4.10.2009
Kominn skíðasnjór !
Fékk póst í gær frá gönguskíðafélaginu Ulli þar sem boðað var að snjóað hefði svo hressilega í Bláfjöllum á föstudag að mögulegt væri að opna 2 km hring á leirunni við stólalyftuna í Suðurgili. Snjórinn er vissulega snemma á ferðinni þetta haustið og hann er ekkert á förum næstu dagana ef mið er tekið af veðurspá, frekar að það bæti á.
Á Akureyri fóru skíðagöngumenn af stað strax um síðustu helgi. 27. september var fyrsta æfingin hjá gönguskíðafólki í Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli. Sigurgeir Svavarsson þjálfari tók þessa mynd af sprækum strákum fyrsta opnunardaginn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómögulega get ég séð að þetta sé eitthvað til að gleðjast yfir. Hvað vilja skíðamenn? Langa vetur frá september fram í apríl?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.10.2009 kl. 15:48
Þetta virðist vera mynstur sem endurtekur sig ár eftir ár. Það kemur snjór snemma, hann fer síðan og það kemur ekki almennilegur snjór aftur fyrr en í janúar eða febrúar....
Hörður Þórðarson, 4.10.2009 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.