Haustljóð

Ásbyrgi_sept_2009_Jón Ingi CæsarssonRakst fyrir tilviljun á fallega hauststemmu eftir  Hjördísi Einarsdóttur, sem ég ætla að deila með ykkur. Um  höfundinn veit ég því miður engin frekari deili á.  Ljóðið er snoturt, fullt trega en líka væntinga um vorið sem bíður handan við sjónarrönd.

Ljósmyndin er eins og oft áður úr smiðju Jóns Inga Cæsarssonar, tekin í Ásbyrgi í sept sl.  

 

Mold 

Í haust
var lyngið í fjallinu
rautt.

Ég er farfuglinn
sem gat ekki fylgt
bræðrum mínum
yfir djúpið.

Ég er gula sóleyin,
ég er hvíti smárinn,
blómin sem lágu
særð í ljáfarinu
í sumar.

Í rökkrinu
angar moldin
sem bíður. 

Hjördís Einarsdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband