7.10.2009
Gösmökkur á Kamtsjaka
Eitt virkasta eldfjall Kamtsjakaskagans, Shiveluch hefur verið virkt frá því í sumar. Gosið þykir þó lítið og hefur verið með hléum. 28. september álitu veðurfræðingar við flugþjónustu í Japan að gosmökkur hafi náð um 7 km hæð. Á meðfylgjandi tunglmynd sem er frá NASA má sjá greinilega og vel afmarkaða slóð gosefna í lofti til suðsuðausturs frá fjallinu. Shiveluch er 3.283 metrar á hæð og á um 56°N br. Þarna er því tekið að hausta og snjór í hæstu fjöllum. Gosaska barst í ýmsar áttir á fyrstu dögum gossins. Síðan hefur snjóað og þegar myndin er tekið 3. október má sjá að suðurhlíðar fjallsins er móleitar. Þar hefur gjóskan fallið á snævi þaktar hlíðarnar og reyndar greinilega lengra niður eftir þeim.
Athyglisvert er og til marks um það hvað þetta gos er í raun ómerkilegt að hitinn er svo lítill í fjallinu að hann nær ekki einu sinni að bræða af sér nýsnævið.
Hér er tengin á frekari upplýsingar um eldfjallið Shiveluch sem gaus a.m.k. tveimur sæmilega stórum gosum á 20. öld.
Meginflokkur: Fallegar myndir | Aukaflokkur: Utan úr heimi | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 1788696
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.