Í þessari frétt á mbl.is er talað um að Bandaríkjamenn hafi hótað að koma í veg fyrir samkomulag um lostslagsbreytingar. Það er þá ekki í fyrsta skiptið sem það er. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi deilt hart við Kínverja á þessum fundi sem er til undirbúnings stærri fundar í Kaupmannahöfn nú í desember þar sem leita á leiða til að stemma stigu við útblástur gróðurhúsalofttegunda.
En hvernig tengist Trabant á þýskum númerum þessari deilu ? Svar: Á engan hátt !
Algengt er myndskreyta fréttir af loftslagsmálum með spúandi verksmiðjum eða þá bílum þar sem mengun er sýnileg. Meinið með gróðurhúsalofttegundir er að þær eru með öllu ósýnilegar. Strókurinn aftan úr Trabantinum er sót og lífrænar gufur sem plaga fyrst og fremst nærumhverfi bílsins, þ.e. bæ eða landshluta væntanlega í gamla Austur-Þýskalandi. Mengun sú er staðbundin en en ekki hnattrænt.
Amerískur pallbíll sem skreyting með fréttinni hefði gefist vel, nú eða bílafjöld á götum Kínverskrar borgar. Þar liggur meinið í samgönguhluta koltvísýringslosunar, of margir bílar og of eyðslufrekir.
Ég er engin sérlegur aðdáandi Trabants, hvorki nú né þá, en sú bílategund verður seint álitin völd af auknum gróðurhúsaáhrifum, miklu frekar óheilnæmu lofti í Leipzig og heilsufarsvandamálum undir lok síðustu aldar síðustu aldar og ef til vill lengur.
Skiptar skoðanir um loftslagsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé ekki Trabantinn sem er aðalmálið á þessari mynd. Heldur er það áberandi útblástur frá bílnum, sem vill svo til að er Trabant
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:09
Nei, Trabantinn er sætur og gerir fréttina skemmtilegri.
Birnuson, 7.10.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.