Hveragerði frá tveimur ólíkum sjónarhornum

Fyrri myndin er MODIS mynd af landinu frá því kl. 13:00 í dag.  Snælínan er mjög skörp í landinu suðvestanlands.  Láglendið virðist snjólaust við fyrstu sýn, en alhvítt til fjalla, m.a. í Henglinum og á Ingólfsfjalli.  En línan er ansi skörp við Ölfusá ??

MODIS 7. okt 2009 kl.13

 

En er alveg snjólaust í Ölfusinu.  Þorsteinn Jóhannsson sendi mér mynd sem hann tók út um glugga í flugvél á leið til Keflavíkur um kl. 15 í dag.  Þá má sjá sömu skörpu snjólínuna sem liggur einmitt um mitt Ölfusið og reyndar Flóann einnig austan Þjórsár. Snjór er vestanmegin, en snjólaust í Hvergerði og upp í mitt Ingólfsfjall.  Þegar snjóaði hvað mest í fyrrakvöld og fyrrinótt er annað tveggja sem mögulega skýrir þennan mun:

Loftmynd af Hveragerði og nágrenni, 7. okt 2009 / Þorsteinn Jóhannsson

 

1. Hitafall frá austri til vesturs hefur verið skarpt og austan línunnar rignt á meðan snjóað hefur vestan hennar.

2. Úrkoma féll aðeins að vestanverðu og þá sem snjór.  Ingólfsfjallið varð hins vegar hvítt dagana. 

Við samanburð á veðurathugunum á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags sést að mikið snjóaði á Eyrarbakka og þar var 20 sm snjódýpt um morguninn.  Frostið var um 2°C.  Lítið er um sambærilegar athuganir fyrr en vestur undir Þjórsá og í Þykkvabænum.  Þar var álíka kalt en hins vegar engin úrkoma sem heitið gat. Sem sagt allt bendir til þess að skýring 2 sé rétt. Skarpa línan á MODIS myndinni styrkir einnig þá tilgátu og ekkert í landslaginu bendir heldur til lárétts hitafalls til vesturs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband