Bakki suðvesturundan

Í gær mátti sjá á myndum fagurlagaðan skýjabakka suðvestur af landinu.  Undir myrkur var hann kominn svo nærri að maður gat nánast "horft undir pilsið" ef svo má segja.  Tunglmyndin frá því rétt fyrir kl. 14 sýnir þetta ávala og straumlínulaga skýjakerfi.  Þegar kalt loft af heimskautauppruna berst yfir Grænlandshaf eiga til að myndast svona smá lægðabólur með tilheyrandi skýjakerfi eða snjókomubakka. Þær verða oft ansi krappar, sérstaklega að úthallandi vetri og þá getur blásið hressilega, ekki síst í V-áttinni í kjölfar þeirra. 

Bakkinn hefur verið að nálgast landið afar hægt og bítandi og lítið hreytt úr sér  enn sem komið er.  Nú kl. 8 í morgun snjóaði þó í um tveggja stiga hita á Keflavíkurflugvelli.  Hin myndin sem einnig er fengin úr tunglmyndamiðlun Veðurstofunnar sýnir ástand mála kl. 05:23 í morgun.  Mest eru þetta háský og miðsský með lítilli úrkomu, en vesturjaðarinn er þykkari og úrkomuvænni.

Með þessu er allhvöss SA-átt og heldur hlýnandi.  Um suðvestanvert landið er gert ráð fyrir slyddu með köflum í dag, en snjókomu ofan Þrengslavegamóta að telja, ef við horfum sérstaklega til þjóðvegarins austur fyrir fjall.  

091007_1355 091008_0523


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband