Með því allra versta á Stórhöfða

Picture 224Það er ljóst á veðurhamurinn sem nú geisar á Stórhöfða er með þeim allra verstu sem þar hafa komið hin síðari ár.  Í mælingu kl. 08 hafði mesti 10 mínútna meðalvindhraði farið í 45 m/s.  Ég geri eingöngu veðurhæðina eða 10 mín vind að umtalsefni og læt styrk vindhviðunnar liggja á milli hluta.

Fletti upp í gagnatöflu sem geymir eldri veðurathuganir skeytastöðva og skoðaði þar tíðni aftakavinda á Stórhöfða, þ.e. mestan mældan vind á milli veðurathugana, svokallað Fx-gildi.  

14. mars í fyrra þótti afar hvasst á Stórhöfða (sjá umfjöllun hér og ekki síst athugasemdir Pálma Freys Óskarssonar veðurathugunarmanns).  Þá varð vindur mestur 41-42 m/s (Fx).  Í nokkuð sögulegu A-roki fór vindur í 43,8 m/s á Stórhöfða 16. sept 2004 en fara þarf allt aftur til 1992 til að finna sambærilegan vind og nú.  Þann 24. febrúar það ár mældust 45,8 m/s í höfðanum.  Metið er síðan úr stórviðrinu 3. feb. árið áður (1991) eða 56,6 m/s.

Nú geri ég allan fyrirvara á þessum samanburði, en gögnin í skránni sem ég skoðaði eiga að vera nokkuð áreiðanleg, þó ekki sé hægt að útiloka að villur séu þar á stangli. Fleira kann að spila þarna inn eins og það að skipt var algerlega um gerð mælis árið 2004.  Hugsanlega hefur það einhver áhrif þegar gerður er samanburður á hæstu gildum.  Það skal hins vegar fúslega viðurkennt að ég er hins vegar ekkert sérlega vel að mér í sjálfri mælingatækninni.   

Til hádegis og jafnvel lengur getur hvesst enn frekar á Stórhöfða og reyndar í Eyjum og eins undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, þar sem veðurhæðin er nú með allra mest móti. 

Viðbót:

Pálmi Freyr sendi mér hlekk á mynd sem hann tók laust fyrir kl. 08 af hæsta mæligildinu !

 Stórhöfði, 9.okt 2009 / Pálmi Freyr Óskarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vestmannaeyingar hafa lengi verið óhressir með að heimabyggð þeirra hafi orðið aræmd sem veðravíti. Á Stórhöfða er miklu meiri vindur heldur en í bænum. Eftir að sjálfvirka stöðin kom í bæinn sést þetta vel, t.d. núna. Það er svo sem ekkert hvassara niðri í bæ heldur en t.d. í Mýrdalnum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.10.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Eldfellshraunið nær einhvað að kljúfa austanvindinn. Svo er ekki sama hvar maður er staddur í Vestmannaeyjarbæ.

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.10.2009 kl. 10:52

5 identicon

Væri ekki meira "viðeigandi" að birta myndina hans P´lama sem sýnir 52,7 ? ;)

Ari (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:23

6 identicon

Hver er munurinn á Vestmannaeyjabæ og Stórhöfða?

5 kílómetrar og -20 m/s

Jóhann Grétar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband