Fjarðarheiði - kolvitlaust veður

Þegar þetta er skrifað um kl. 10:30 á laugardegi er veður á Fjarðarheiði á milli Héraðs og Seyðisfjarðar alveg hreint sjóðandi vitlaust.  A 28 m/s, vægt frost og hríðarkóf.  Þó ótrúlegt megi virðast grillir í veginn á vefmyndavél Vegagerðarinnar og enn ótrúlegra þykir mér að örfáir bílar verðast hafa farið þarna yfir morgun ef umferðarteljarinn er réttur.

Fjarðarheiði
Þegar hált er eins og þarna og veðurhæð komin yfir 20 m/s eykst til muna hættan á því að bíllinn hreinlega fjúki út af veginum.  Erfitt getur reynst að hemja ökutæki í svo mikill veðurhæð þegar vegyfirborðið er ekki eins gott og best verður á kosið.

Annars telst það til mikils happs, a.m.k. hingað til  að óhöpp hafa ekki verið sem heitið getur á vegum úti í þessum kröftuga hauststormi.   Að vísu valt bíll á Vopnafjarðarvegi, en sú velta var ekki rakin til veðurs, en vegurinn var háll.  Eftir kröftugar og góðar viðvaranir sem fólk flest virðist  hafa tekið mark á, var greinilegt að margir frestuðu ferðum sínum eða hættu við.  Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal var alls engin umferð langt fram eftir gærdeginum, skólahaldi aflýsti og bílar á vesturleið biðu veðursins í Vík. Þarna þekkja menn hættuna.  Á Kjalarnesi var hins vegar talsverð umferð og í þeim veðurham sem var í gær eru vegfarendur að taka talsverða áhættu, því snörpustu vindhviðurnar eru mjög skeinuhættar. Ökutækin í gær sluppu sem betur fór á milli snörpustu vindhviðanna.  Og björgunarsveitamenn sem þarna voru að störfum eru vissulega að leggja sig í talsverða hættu.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband