Þær fregnir berast nú frá Ástralíu að í kjölfar "appelsínugula" sandstormsins í síðasta mánuði hafi lífríkið undir ströndum Sydney tekið mikinn kipp. Talið er að um 140 þús tonn af jarðhefni hafi fokið á haf út. Allt þetta fínefni ofan af landi ber með sér næringarefni, einkum köfnunarefni og fosfór. Mælingar vísindamanna að þessi viðbót í annars frekar næringarsnauðan sjóinn á þessum slóðum hafi verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir lífríkið. Vart hafi orðið blóma svifþörunga sem nýtast munu efri þrepum lífríkisins.
Áströlsku vísindamennirnir hafa reiknað út að þessi viðbótar ljóstillífun hafi náð að binda um 8 milljónir tonna koltvísýrings. Ætli menn taki þá óvæntu bindingu með sér í samningaviðræðurnar í Kaupannahöfn síðar í haust.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ánægjulegt að eitthvað jákvætt kemur út úr þessum sandstormum.
Þar sem að þú komst inn á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn í desember, þá langar mig að benda á stutta samantekt um hana sem við vorum að setja inn á Loftslag.is.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 22:06
Svo er það járnið:
Sjá Science Daily 6. okt.
http://www.sciencedaily.com/releases/2009/10/091005102645.htm
Science News
Acidic Clouds Nourish World's Oceans
ScienceDaily (Oct. 6, 2009) — Scientists at the University of Leeds have proved that acid in the atmosphere breaks down large particles of iron found in dust into small and extremely soluble iron nanoparticles, which are more readily used by plankton.
This is an important finding because lack of iron can be a limiting factor for plankton growth in the ocean - especially in the southern oceans and parts of the eastern Pacific....
Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.