14.10.2009
Hitinn 19 stig á Seyðisfirði
Sumarhlýindi hafa verið víð austanlands í dag, einkum frama af deginum. Þannig sýndu sjálfvirkir mælar á Seyðisfirði og Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 18,9°C mest í dag. Þó hlýtt sé þægilegri SV-áttinni nú í október er ástand sem þetta ekkert sérlega óvenjulegt, en yfirleitt heyrir til tíðinda ef hitinn fer yfir 20 stigin í október.
Síðast gerðist það í október fyrir tveimur árum, nánar tiltekið þ.19 (2007) og einnig á Seyðisfirði, 21,0°C. Þegar maður flettir þeim degi upp og skoðar bakgrunn hlýindanna má sjá að nú er nánast um endurtekið efni eða "ljósritun" veðurkortanna að ræða. SV-átt, hlýr hæðarhryggur fyrir austan land og vindur í háloftunum mjög suðlægur. Lægðasvæði í báðum tilvikum sunnarlega á Grænlandshafi og eins mjög ákveðið aðstreymi af köldu lofti suður yfir Finnland og Austur-Evrópu.
Á myndinni sem hér fylgir má sjá bylgjuský í hvassri SV-áttinni. Myndin er MODIS-mynd vef Veðurstofunnar. Hún hefur verið rétt upp og skorin rétt til. Á vefinn koma nú inn myndir sem þessar dag hvern síðdegis.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar MODIS myndir eru frábær viðbót á Veðurstofuvefnum.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.10.2009 kl. 20:46
Gætuð þið fróðleiksmenn skýrt fyrir okkur sem minna vitum, hversvegna þetta "auga" er á gerfihnattamyndinni, tja, getur það verið yfir Mývatni?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 21:12
Hvað skyldi hiti í október geta orðið hár í Reykjavík við allra bestu skilyrði?
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.10.2009 kl. 23:57
Þetta "auga" er reyndar ca. yfir Dettifossafleggjara við hringveginn, eflaust bara tilviljun að þetta er svona, smá gat yfir landinu rétt við skýjabakka þar sem skuggi er inn á milli.
Ari (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.