Síðdegismálþing um veðurfræði

Veðurfræðingar hafa með sér félagsskap um fagmálefni og kallast Veðurfræðifélagið.  Nokkur undanfarin ár hefur það  staðið fyrir málþingum og kallað eftir stuttum erindum um allt og ekkert sem tengist veðrinu.

reitur3Haustþing félagsins er fyrirhugað nk. miðvikudag 21. október á jarðhæð Orkugarðs (Orkustofnunar), Grensásvegi 9.  Þingið stendur frá kl. 13 til 16 og er allt áhugafólk um veðurfræðileg málefni meira en velkomið.  Þessi snörpu þing er ævinlega vel sótt og nú er lögð áhersla á veðurmælingar annars vegar og fjarkönnun hins vegar.

Dagskráin er meðfylgjandi og hér er hlekkur á ágrip erindanna, sem öll eiga að vera 12 mínútur að hámarki.

Meðfylgjandi mynd er af öllum þeim ólíku úrkomumælum sem komið hefur verið fyrir i mælareitnum við Bústaðaveginn, en Þórður Arason ætlar einmitt að fjalla um áhrif vinds á úrkomumælingar.  

  • 13:00 Inngangur - Stjórn Veðurfræðifélagsins
  • 13:15 Fjarkönnun og rauntímaeftirlit með hafís - Ingibjörg Jónsdóttir
  • 13:30 Greining á gosösku og sandstormum með gervitunglagögnum - Hróbjartur Þorsteinsson
  • 13:45 Fjarkönnun og veðurfarstengd náttúruvá: Gróðureldar - Þröstur Þorsteinsson
  • 14:00 Athuganir á upptökum moldviðris á Austurlandi - Victor Kr. Helgason

Kaffihlé

  • 14:45 Meðalvindhraði á landinu. Eru sjálfvirkar og mannaðar stöðvar sambærilegar? - Trausti Jónsson
  • 15:00 Rok og rigning: áhrif vinds á úrkomumælingar - Þórður Arason
  • 15:15 Leitni í hitastigi - Birgir Hrafnkelsson
  • 15:30 MOSO: Veðurmælingar með fjarstýrðri flugvél sumarið 2009 - Haraldur Ólafsson
  • 15:45 SUMO-glíma við Esjuna: Túlkun vindmælinga frá MOSO - Hálfdán Ágústsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband