25.10.2009
Með belti um sig miðja
Var á ferðinni í Borgarnesi í dag og þá mátti líta Hafnarfjall með snjóföl ofantil, en einkennilegt hvítt belti um miðjar hlíðar. Engan snjó var hins vegar á sjá við fjallsræturnar. Ég tík mynd af þessu á síma og hún er þar af leiðandi í heldur lökum gæðum. Engu að síður má sjá röndina eftir endilangri hlíðinni.
Þetta er auðvelt að skýra og stundum má sjá nokkuð svipað í fjallhlíðum víða, sérstaklega að hausti eða vetrarbyrjun. Úrkoma hefur fallið í hlíðum Hafnarfjalls. Snjókoma efst í vægu frosti, en við sjávarmál hefur hitinn verið líkast til nærri +3 til +4°C og þar því rignt. Þarna á milli snjóa í hita rétt ofan frostmarks. Snjórinn klessist þarna í grjótinu. Ofar, þar sem snjórinn er þurr, fýkur hann út í buskann með vindi og nær ekki að setjast til nema í óverulegum mæli. Í hvilft undir brúnum að norðanverðu má þó sjá að nokkur skafl hefur myndast sem bendir til þess að þar hefur verið betra skjól. Fyrir vikið virðist eins og aðeins hafi snjóað á þessu þrönga hitabili þar sem ofanhríðin er orðin aðeins blaut niður í hann hita þar sem bráðnar yfir í slyddu eða rigningu.
Ætli þetta belti sé ekki um 50-80 metra "þykkt" eða svo, en hitafall með hæð er oft þetta 0,5 til 0,8°C á hverja 100 metra þegar úrkoma er og loftið vel blandað samfara strekkingsvindi.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta fyrirbrigði sér maður stöku sinnum í hlíðum fjallanna hér austan megin í Skagafirði. Fróðlegt að fá skýringuna á þessu hér að ofan.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.