27.10.2009
Snjólaust á láglendi
Fyrr í mánuðinum var kominn þó nokkur snjór víða á láglendi. Ekki aðeins fyrir norðan og vestan, heldur líka á sums staðar á Suðurlandi. Þannig var snjódýpt á Kvískerjum í Öræfasveit metin yfir 20 sm um tíma snemma í mánuðiðunum fyrir stóra hvell, föstudaginn 9. okt.
Nú bregður svo við að í morgun gaf engin veðurstöðva Veðurstofunnar alhvíta jörð. Ekki einu sinni í Fljótum eða við utanvert Djúp er snjór á láglendi og heldur ekki á Austfjörðum. Það þó svo að snjóalög séu talsverð þetta snemma vetrar til fjalla, eins og þessi MODIS-mynd sýnir fyrr í dag og fengin er af vedur.is. Í það minnsta norðan- og norðaustanlands. Merkilegt að sjá hvernig snjólaus Jökuldalurinn sker sig inn í landið á milli Jökuldals- og Fljótsdalsheiða. Eins Bárðardalur og Austurdalur í Skagafirði.
Hlýtt verður allra næstu daga skv. spám, sértaklega á föstudag og þá tekur snjóinn upp og lengra upp eftir fjallshlíðunum. Þá reyndar er allt sem bendir til þess að frostmarkshæðin verði nokkurn veginn ofan hæstu tinda landsins.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má til með að skjóta því inn hér af því Austurdalur inn af Skagafirði er nefndur til sögu, að þeir sem eru þar kunnugastir segja mér, að þarna sé alla jafna afskaplega snjólétt. Einhverjir hafa nefnt að fjallshryggurinn milli Eyjafjarðardala og Austurdals sé svo hár og efnismikill, að hann nái allri úrkomunni úr austlægum og norðaustlægum vindáttum og svo taki fjöllin vestan við úrkomu vestlægu áttanna. Ekki skal ég fullyrða um það, enda ekki á mínu færi. En Austurdalurinn er mikil náttúruparadís og gróðurfar um hann innanverðan með ólíkindum vöxtulegt og "frodigt" eins og danir myndu orða það.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 08:53
Nú eru að verða góðir möguleikar á því að meðalhitinn í Reykjavík nái upp í eða yfir meðalal hlýju áranna 1931-1960 en ekki leit vel út með það lengi framan af.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.