Hvernig verður umhorfs, hlýni um 4°C ?

Hadley - Met Office, hlýnun um 4°CKomandi Kaupmannahafnarfundur loftslagsnefndar Sþ. mun að miklu leyti snúast um aðgerðir ríkja heims til að halda hnattrænni hlýnun loftslags af mannavöldum innan 2°C.  

Hadley rannsóknarsetur Bresku Veðurstofunnar (Met Office) hefur nú birt heimskort þar sem viðraðar eru helstu afleiðingar sem líklega kæmu fram, hlýnaði um 4°C að jafnaði á jörðinni.  Kortið er gagnvirkt og smella má á ólíka flipa til að sýna viðkvæm svæða og kalla fram frekari upplýsingar (á ensku).  Þessi "svarta" sviðsmynd sem að auki gerir ráð fyrir því að jarðarbúar verði um 7.500 milljónir árið 2080 dregur það mjög skýrt  fram hvað aðgengi að vatni takmarkast fljótt á stórum svæðum jarðar fari loftslag þetta ört hlýnandi.

Að baki þessarar myndar er reiknuð veðurfarsspá í líkani Hadley.  Fann ekki í fljótu bragði hvað mikil aukning koltvísýrings liggur þarna til grundvallar, en IPCC hefur gefið út að ef þáttur koltvísýrings (eða öllu heldur CO2 ígilda þegar aðrar gróðurhúsalofttegundir eru taldar með)  fer í 750 ppm leiði það til hlýnunar á bilinu 2,8-6,4°C með miðgildi í 4,3°C.  Þarna er miðað við hlýnun frá 2000 þegar hlutur koltvísýrings var um 375 ppm.

Þegar rýnt er sjálfhverft  í kortið og skoðað hve ólík hlýnunin er eftir heimshlutum tekur maður eftir kraðaki jafnhitalína við Ísland.  Gefur til kynna mikla óvissu um svörun hér við land þegar gert er ráð fyrir nánast stjórnlausum útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  

Hér er tengill á kortið gagnvirka frá Hadley Center sem gefið er út af Met Office.  

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Maður má víst ekki undra sig á því hvað lítið er hamast gegn mannfjölguninni miðað við hlýnunina sjálfa án þess að vera talinn einfaldur eða eitthvað þaðan af verra. Sagt er þó að hægt sé að draga mjög mikið úr hlýnuninni með því að koma í veg fyrir fólksfjölgun. Það má samt ekki segja: Mannfjölgun er mesta hætta mannkynsins. Það á að segja og með stæl og miklum látum: Gróðurhúsahlýnun af mannavöldum er mesta hætta mannkynsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Björn Birgisson

7.500 milljarðar?

Björn Birgisson, 29.10.2009 kl. 09:45

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Milljónir að sjálfsögðu Björn ! Leiðréttist hér með.  Háu skulda- og lánatölur þjóðarbúsins hafa náð að brengla alla eðlilega talnavitund mína:) 

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 29.10.2009 kl. 09:53

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er graf yfir þróun fólksfjölda frá 1950 ásamt spá til 2050. Skalinn er lógaritmískur, en fólksfjölgun hefur verið gífurleg frá 1950, þegar fólksfjöldinn var um 3 milljarðar. Sjá nánar hér.

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 10:15

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mannkynið er mesta hætta mannkynsins!

Emil Hannes Valgeirsson, 29.10.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta eru ekki góðar fréttir:

    "The Arctic ocean is warming up, icebergs are growing scarcer and in some places the seals are finding the water too hot, according to a report to the Commerce Department yesterday from Consul Ifft, at Bergen, Norway.


    Reports from fishermen, seal hunters and explorers, he declared, all point to a radical change in climate conditions and hitherto unheard-of temperatures in the Arctic zone. Exploration expeditions report that scarcely any ice has been met with as far north as 81 degrees 29 minutes. Soundings to a depth of 3,100 meters showed the gulf stream still very warm.


    Great masses of ice have been replaced by moraines of earth and stones, the report continued, while at many points well known glaciers have entirely disappeared. Very few seals and no white fish are found in the eastern Arctic, while vast shoals of herring and smelts, which have never before ventured so far north, are being encountered in the old seal fishing grounds".

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fréttin birtist í The Washington Post (Associated Press). Þetta var víst 2. nóvember fyrir áttatíuogsjö árum. Reikniði nú!

Farið síðan á vef NOAA og lesið Monthly Weather Review. Lesið þar greinina sem nefnist The Changing Arctic. 
http://docs.lib.noaa.gov/rescue/mwr/050/mwr-050-11-0589a.pdf

Getur verið að sagan eigi það til að endurtaka sig?   Eða kannski  Déjà vu?

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst munurinn þá og nú, er að vísindin ásamt þeim möguleikum til að fylgjast með þróuninni hefur fleygt fram, með t.d. gervihnöttum, tölvum og fleiru í þeim dúr. Nú eru vísindamenn almennt sammála um að hlýnun sú sem átt hefur sér stað síðustu áratugi sé vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda. Vísindamenn þekkja líka vel til þróun hitastigs, með beinum mælingum síðan um 1880 (einnig á 3. áratugnum), og allskyns óbeinum mælingum fyrir þann tíma. Þar af leiðandi er það mikil einföldun að draga tvær greinar fram sem einhverskonar rök, um að það sama sé hugsanlega að gerast varðandi hnattræna hlýnun sem á sér stað í dag af völdum gróðurhúsalofttegunda.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 21:04

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvað skyldu menn segja eftir fáeina áratugi þegar þeir fletta gömlum Mogga og lesa hvað menn voru að hugsa í gamla daga?

Allt er í heiminum hverfult...

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2009 kl. 21:13

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, það verður spennandi Ágúst, það þarf væntanlega ekki að fletta gömlum tímaritum til þess, hér er m.a. hægt að skoða t.d. okkar samskipti í gegnum tíðina Þannig að ekki verður mikið mál að finna út hvað hver sagði í þessum efnum

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 21:19

11 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kemur ekki sá dagur að "vísindamenn" og áhugamenn geri sér grein fyrir að hlýnun loftslag er eitt og aukning á koltvísýringi CO2 í andrúmslofti er annað. Ég ætla enn að halda því fram að aukning á CO2 í andrúmslofti sé ekki orsök að hækkandi hita heldur þveröfugt, afleiðing.

Ein spurning Einar:

Telur þú að við þessar mannlýs getum á einhvern hátt ráðið því hver verður aukning á hita á jörðinni  á þessari öld?

Ég er að lesa mjög athyglisverða grein í Energi&Miljö þar sem bent er á með þunga hve mikil sótmengun er í heiminum. Kenning þessara vísindamann er sú að hop jökla á hnettinum sé afleiðing af þessari skelfilegu sótmengun. 

En við eigum að vera samkvæm Kristinni kirkju á síðustu öldum. Mannfólk á ekki að hugsa um kröm sína hér á jörðu heldur trúa og biðja og hugsa til þess að eiga í vændum eilífa dýrð og dásemd á himnum uppi.

Ekki hugsa um alla mengunina á jörðu niðri heldur djöflast gegn óvininum ógurlega "gróðurhúsalofttegundum" sérstaklega þeirri sem er undirstaða alls lífs á jörðinni CO2 sem leggur til rúm 3% í "gróðurhúsahjálminn" sem heldur hita á okkur þegar sól er til viðar gengin, þar af frá mönnum komið 0,12%.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 22:50

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það kæmi mér reyndar ekki mjög á óvart, að hlínun verði meiri en 4°C.

Eitthvað nærri 6°C hlj+omar eki ólíklegt.

-------------------------------------

Þegar þetta er sett í það samhengi, að 2 risaveldi þ.e. Indland og Kína, eru að vaxa hröðum skrefum, og ekki líkleg til að vera viljug til að slá á sínar kröfur um nýtingu auðlinda og hagvöxt, og að ekki er nokkur leið fyrir Vesturlönd að slökkva á sínum hagkerfum; þá held ég að slíkar hærri tölur séu sannarlega líklegri.

Auðvitað veldur þetta alvarlegu ástandi. Indland og Kína, eru umtalsvert viðkvæmari fyrir þessari þróun, en Evrópa og N-Ameríka.

Í því samhengi, skynja ég raunverulega hættu á hernaðar-átökum í framtíðinni; er myndu einkum snúast um samkeppni um auðlindir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.10.2009 kl. 23:38

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hugsið ykkur eitt augnablik (það skaðar engan að hugsa) að það hlýni ekki á næstu áratugum um 2-4 gráður, heldur fari að kólna um svosem 1 til 2 gráður. Hvað gerist þá?  Er það möguleiki?  Lesið grein rússans Dr. Habibullo Abdussamatov hér.

Nú, ef menn trúa ekki á kólnun, getur þá verið að 2 til 4 til 6 gráður sé heldur mikið fyrir tvöföldun á CO2?

Hvað sagði loftslagsfræðiprófessorinn Dr. Richard S Lindzen um málið fyrir fjórum dögum þegar hann hélt erindi? Sjá hér.  Niðurstaða hans er að næmi lofthjúpsins fyrir tvöföldun á CO2 sé um það bil 0,5°C. 

Sumir nefna hlýnun um 2-6 gráður, aðrir kólnun um 1-2 gráður og enn aðrir milda hlýnun.  Mín ósk er einföld: Fyrir alla muni, ekki kólnun! 

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2009 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband