1.11.2009
Snjó hefur að mestu tekið upp
Á þessari MODIS-mynd sem tekin var í heiðríkjunni í dag 1. nóvember skömmu eftir hádegi má vel sjá að þær fannir sem komnar voru fyrir miðjan október og jafnvel seinast í september eru nánast alveg horfnar. Um vestanvert landið er snjór aðeins í hæstu fjöllum.
Til samanburðar er sambærileg mynd frá 28. september og munurinn er sláandi ! Og líka sjást verulegar breytingar norðanlands allra síðustu dag hér.
Á mynd dagsins er undir háskýjaslæðunni einhvers konar "krans" í Dyngjufjöllum um Öskjuvatn og hann er óneitanlega tilkomumikill. Ekki kann ég að skýra hina mjóu bogadregnu línu úti af Skaga. Við fyrstu sýn mætti ætla að þarna væri nýmyndun íss á ferðinni, nokkuð sem er afar ótrúlegt. Nánari skoðun leiðir hins vegar í ljós að þetta eru ósköp venjulegir skýjahnoðrar.
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæll Einar
Hvar er hægt að skoða þessar MODIS myndir eins og þessa?
Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 10:19
Guðmundur !
Reyndu þessa slóð: http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/
Síðan er Veðurstofan farin að birta myndirnar síðdegis hvern dag, þar sem Ísland er klippt út.
Sjá hér: http://www.vedur.is/vedur/athuganir/vedurtungl/modis/
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 11.11.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.