6.11.2009
Októberyfirlit á heimsvísu
Hér á landi var októbermánuður tvískiptur og dálítið sérkennilegur þegar upp var staðið. Fyrsta vikan og rúmlega það mjög köld og hálfgert vetrarríki viða um land, en eftir föstudagsstormuinn 9. okt gerði hlýindi meira og minna það sem eftir var mánaðar. Þó komu stutt norðanskot inn á milli. Samantekið var mánuðurinn heldur hlýrri en í meðalaári, sérstaklega sunnanlands eins og lesa má í yfirliti Veðurstofunnar hér.
Sænska veðurstofan SMHI, hefur tekið saman upplýsingar héðan og þaðan um heiminn og þessi tíðindi eru þau helstu:
- Október var kaldari en í meðalári í N-Evrópu og þ.m.t. í Skandinavíu
- Miklar hitasveiflur voru einkennandi í Mið-Evrópu, þannig var slegið októberhitamet í Mulheim í Þýskalandi, 30,7°C (þ.7.). Nokkrum dögum seinna snjóaði hinsvegar þegar kalt loft braust til vesturs frá Austur-Evrópu. Ekki hefur verið kominn meiri snjór í austurrísku Ölpunum í lok október í 25 ár.
- Fádæma vatnsveður gerði á Sikiley í byrjun mánaðarins. og á Palermo féllu yfir 200 mm regns á einum sólarhring.
- Við N-Íshafið var fremur hlýtt, sérstaklega í Síberíu þar sem meðalhitinn var allt að 10°C yfir meðallagi ! Ótrúlegt frávik verð ég að segja.
- Í SA-Asíu héldu fellibyljir áfram að herja. 4 öflugir gengu á land með miklu tjóni og úrhelli. Fádæma úrhelli var á Taivan þegar einn þessara fellibylja fór hjá eða um 1.000 mm úrkoma á sólarhringsvísu.
- Í suðurhluta Kanada og langt suður fyrir landamæri Bandaríkjanna var óvenjulega kalt í október. Sums staðar allt að 5°C undir meðalhitanum. Í Polebridge i Montana fór frostið alla leið niður í 25 stig fyrir miðjan mánuðinn sem þar þykir óvenjulegt svo snemma haustsins.
- Í lok mánaðarins þegar sumarið nálgast á suðurhveli jarðar munaði engu í Argentínu að hitamet væri slegið fyrir S-Ameríku í mánuðinum þegar hiti á ótilgreindum stað náði +47°C.
Flokkur: Utan úr heimi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur fram hjá sænsku veðurstofunni að hitinn mældist 47,0 stig í Catamarca í Argentínu þ. 30.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2009 kl. 23:08
Mjög áhugavert - ég tók t.d. eftir því að hafís hefur aukist óvenjuhægt þennan mánuð: http://nsidc.org/arcticseaicenews/index.html
Höskuldur Búi Jónsson, 7.11.2009 kl. 00:45
Samkvæmt gervihnattamælingum var lofthitinn á heimsvísu lægri í október en september. Dr. Roy Spencer fjallar um þetta á vefsíðu sinni:
"
The global-average lower tropospheric temperature anomaly in October 2009 fell from +0.42 deg. C in September to +0.28 deg. C in October. The tropical and Northern Hemisphere were responsible for this cooling.
The global-average sea surface temperature anomalies in October continued their fall from the peak in July, despite the irregular onset of El Nino conditions:
The daily running 3-day average SSTs through early November shows no let-up in this cooling:
As usual, the linear trend lines in the previous two figures should not be construed as having any predictive power whatsoever — they are for entertainment purposes only".
Ágúst H Bjarnason, 7.11.2009 kl. 10:37
Kunningi minn býr í Montana, á 10 dögum fór hitinn úr 25+ í - 20. Skemmtilegt. Hann sagði að þau hefðu hlaupið yfir haustið.
Ari (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 12:34
Ágúst: Merkilegt að Roy Spencer skuli bera saman september og október. Nær væri að bera saman október og október. En október fimm ára hafa verið heitari samanborið við október í ár (samkvæmt gögnum Spencers), þ.e. árin 1998, 2003, 2004, 2005 og 2006 - þetta er því sjötti heitasti október frá upphafi gervihnattamælinga (samkvæmt gögnum Spencers) og öll árin falla á síðustu 11 ár. Samt eru efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum að segja að það sé að kólna. Merkilegt.
Fyrir þá sem ekki hafa séð það, þá er góður fróðleiksmoli á heimasíðu Veðurstofunnar: Hætti hlýnun jarðar eftir 1998?
Höskuldur Búi Jónsson, 7.11.2009 kl. 13:16
Höski Búi.
Það er eiginlega ekkert merkilegt við að hann sé að bera saman mánuðina, því hann birtir þennan feril í byrjun hvers mánaðar um leið og tölurnar eru tilbúnar. September er hér, og miður október hér. Þetta er nefnilega vinnan hans að vinna úr þessum mælinum svo það er ekkert undarlegt að það sé honum hugleikið .
Svo er alltaf síðasti mánaðarferillinn hér, og daglegar upplýsingar hér.
Eins og góðir vísindamann gera, þá veltir hann fyrir sér að hve miklu leyti um sé að ræða náttúrulegar sveiflur og að hve miklu leyti breytingar af mannavöldum. Sjá hér.
Ágúst H Bjarnason, 7.11.2009 kl. 17:11
Það er víða kalt meðan við njótum veðurblíðunnar á Fróni.
Nýja Sjáland:
"It will come as little surprise to most New Zealanders that the country shivered through the coldest October in 64 years.
In its climate summary for the month, the Niwa said the average temperature nationwide was 10.6degC _ 1.4degC below average.
Ágúst H Bjarnason, 7.11.2009 kl. 18:05
... og Bandaríkin:
October 2009 3rd Coldest for US in 115 Years
"NCDC has compiled the October temperatures and it ended up the 3rd coldest in 115 years. As we have shown it was cold over almost all the lower 48. Indeed only Florida came in above normal..."
Ágúst H Bjarnason, 7.11.2009 kl. 18:09
Hvað sem má segja um kulda eða hlýindi á einstökum stöðum þá hlýtur heimsmeðaltalið að gilda ef við erum að tala hnattrænt. Mjög kalt var í Bandaríkjunum en að sama skapi blésu mjög hlýir vindar frá Síberíu á Norðurpólinn sem hafa hægt mjög á vetrarmyndun hafíssins þannig að útbreiðslan nálgast nú í sögulegt lágmark fyrir þennan árstíma sjá hér: http://www.ijis.iarc.uaf.edu/en/home/seaice_extent.htm
og hér http://ocean.dmi.dk/arctic/meant80n.uk.php
Svo bíðum við eftir tölunum frá GISS sem eru unnar útfrá hefðbundnum athugunum á jörðu niðri.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.11.2009 kl. 18:54
http://www.ijis.iarc.uaf.edu/en/home/seaice_extent.htm
Emil Hannes Valgeirsson, 7.11.2009 kl. 18:56
Varðandi athugasemd 3, þar er nokkuð sem ég hnaut um.
Fyrst segir Roy Spencer:
"The daily running 3-day average SSTs through early November shows no let-up in this cooling:" Þarna ályktar hann s.s. út frá grafinu sem er þar undir, þ.e. 3ja og síðasta grafið, að það sé kólnun frá 2002 út frá hans gögnum.
Að lokum kemur texti varðandi 2 síðustu gröfin:
"the linear trend lines in the previous two figures should not be construed as having any predictive power whatsoever — they are for entertainment purposes only"
Þar segir hann sem svo að þessi 2 gröf sem eru sýnd séu í raun bara til skemmtunar...merkilegt þar sem hann hafði komið með ákveðna ályktun út frá öðru grafanna, var það þá líka skemmtun? Það hljómar ekki mjög vísindalega að hafa gröf til skemmtunar.
Bara smá útúrdúr hjá mér, en annars er merkilegt að sjá hvernig valið er ákveðið tímabil og ályktað um kólnun, annars vil ég einnig eins og Höski benda á þessa fróðlega færslu af heimasíðu Veðurstofunnar: Hætti hlýnun jarðar eftir 1998?
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 19:00
Svatli.
Það er nú bara svo að Roy Spencer veit mætavel að ekki er hægt að draga ályktun um langtíma breytingar af svona stuttum ferli. Þess vegna orðar hann þetta svona "for entertainment purposes". Ef menn eru ekki pikkfastir í einhverjum fordómum þá hljóta menn að skilja smá húmor. Sem betur fer eru ekki allir húmorslausir.... Keep Cool .
Annars þykir mér mjög fróðlegt að fá fréttir af veðrinu utan úr heimi, þó veður eigi ekkert skylt við loftslagsbreytingarnar svokölluðu, þá getur verið jafn ömurlegt fyrir fólk að lenda í kuldaköstum eins og raunin virðist vera sums staðar, þó svo að menn njóti veðurblíðu annars staðar. Það er nú bara einu sinni þannig...
Ágúst H Bjarnason, 7.11.2009 kl. 20:17
Já sniðugur húmor Ágúst, en afhverju dregur hann ályktanir af eigin húmor, eins og ég benti á, eða var það líka grín? Mér finnst það ekki mjög sannfærandi, en kannski ég sé bara fordómafullur og húmorslaus
Það er annars mjög fróðlegt að heyra af veðri utan úr heimi og engin ástæða til að draga miklar ályktanir af því sérstaklega, heldur þarf að líta á heildarmyndina, eins og Emil bendir á í 9. athugasemd.
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 21:33
Pistillinn fjallar einmitt um veðurfarsbreytingar milli mánaða en ekki neitt um loftslagsbreytingar, hvorki náttúrulegar né meintar af mannavöldum. Þess vegna leyfði ég mér að benda á það sem ég hafði séð um veðrið síðasta mánuð úti í hinum stóra heimi. Vona bara að vetur verði hvergi harður og veður hvergi válynd.
Ágúst H Bjarnason, 8.11.2009 kl. 09:04
Já en Ágúst, við verðum bara svo viðkvæmir þegar bent er á að það hafi kólnað einhverstaðar en ekki hlýnað.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.11.2009 kl. 10:27
Alveg hárrétt Ágúst, pistillinn fjallar einmitt um það og þar með engin ástæða að blanda Roy Spencer og heimasíðu hans inn í málið. Heimasíðan hans fjallar að miklu leiti um það að hnattræn hlýnun sé ekki af mannavöldum, samanber hér og undirtitill síðunnar hans er einmitt Global Warming.
En ég er kannski bara of viðkvæmur eins og Emil nefnir, en athugasemd 3 er samt sem áður þitt innlegg (Ágúst) í umræðuna og þar dregur Roy Spencer ályktanir af grafi sem er ætlað að hafa eitthvað skemmtanagildi (samkvæmt heimasíðunni). Það er ekki mjög vísindalegt og það er einmitt kjarni málsins sem mig langaði að benda þér á Ágúst, þar sem það varst þú sem settir þá umræðu í gang í athugasemd 3.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 11:38
Ég þori nátturlega ekki fyrir mitt litla líf að blanda mér í þessa umræðu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.