19.11.2009
53 m/s í hviðu undir Eyjafjöllum í nótt
Á undan skilunum sem fóru yfir snemma í morgun var A og ANA-stormur undir Eyjafjöllum. Þarna verður vindröstin af hafi fyrir stíflu eða fyrirstöðu frá fjöllunum og loftið er því þvingað meðfram Mýrdalsjökli og Eyjafjöllum. Því á sér stað vindmögnun og fyrir tilstuðlan múlanna sem ganga suður úr megin fjallaklasanum brotnar vindur upp í minni hvirfla og vindhviður verða snarpar.
Á Steinum undir Austur-Eyjafjöllum mældi Vegagerðin þannig augnabliksvind 53 m/s um og fyrir kl. 03 í nótt. Nokkrir aðrir hnútar, um og yfir 45 m/s mældust þarna eftir það þ.e. snemma í morgun. Skot af þessum styrk eru hættuleg ökutækjum, en bót er þó í máli að vindur blæs nokkurn veginn samsíða akstursstefnunni. Þó háttar þannig til að sveipirnir geta hæglega komið úr öllum áttum og tekið í bílinn þegar á þann hátt sem mann síst grunar.
Á kortinu sem er frá Samsýn og fengið á já.is er sýnt umrætt svæði undir A-Eyjafjöllum (ágætt að stækka kortið !). Kaflinn við Steinabæina, þ.e. undir Steinafjalli austur á flatlendið undan Þorvaldseyri er skeinuhættur. Á flatanum sérstaklega eins og háttaði nú til þegar vindur í lofti er þveraustan (ANA). Einnig er hviðustaður þar sem vegurinn liggur fast með Drangshlíðarfjalli austur fyrir hornið að brúnni yfir Skógá hjá Skógarfossi. Alls eru þeir fimm kaflarnir á þjóðveginum undir Eyjafjöllum þar sem bílum er hætt við foki í A-hvassviðri og stormi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt mega þeir eiga Eyfellingar að það er mjög milt hjá þeim svona miðað við hnattstöðu þrátt fyrir að það geri rok endrum og eins.
Jóhann Grétar Kroyer Gizurarson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.