Veðurlýsingar í nýrri þýddri skáldsögu.

Yfir hafið og í steininn/Uppheimar.pngUm helgina yljaði ég mér við lestur nýrrar þýðingar á finnskri skáldsögu sem ber nafnið; Yfir hafið og í steininn. Tapio Koivukari heitir höfundurinn og sögusviðið er strandhéruð Finnlands og Helsingjabotn skömmu eftir seinna stríð. Segir þar frá trillukarlinum og útgerðarmanninum Yrjo Aaltonen sem smyglar fólki af finnsku þjóðarbroti sem innlyksa varð í Sovétríkjunum, sjóleiðina yfir til Svíþjóðar. 

Í þessari litlu en smellnu sögu fer mikið fyrir veðurlýsingum og þær eru á  köflum æði krassandi, ekki síst úti á sjó.  Sigurður Karlsson, þýðandi bókarinnar, fer einkar vel með og orðfærið og er líkt og skipstjóri úr Grindavík eða af Hellissandi héldi um pennann einhvern tímann um miðja síðustu öld.  Tökum dæmi: "Hann hafði verið á sunnan en nú snerist hann heldur í landsuður og rauk aftur upp með hávaðarok.  Sjógangurinn varð að ólgandi hafróti, þung undiralda að útsunnan frá deginum áður og þvert á hana krappur sjór af landsuðri." (bls 60).

Og annað dæmi: "Ströndin var hlémegin og í vari fyrir veðrinu, máttlítil undiralda skolaðist upp í fjöruna í víkinni en utan við nesið sló hviðunum niður og mynduðu smáar öldur eins og þvottabretti á haffletinum sem svo breiddust út eins og blævængir og urðu því hærri og krappari sem utar dró." (bls. 155)

Þýðing Sigurðar Karlssonar er vönduð og mikið í hana lagt.  Finnskar bókmenntir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og þessi saga Koivukari, en hann dvaldist víst þó nokkuð vestur á fjörðum í eina tíð, sver sig mjög í ætt við ekta fína finnska frásagnarhefð sem ógerningur er að lýsa af nokkru viti. Tilþrifamiklar lýsingar á vetrarveðráttu við Helsingjabotn eru síðan punkturinn yfir i-ið.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessa þarf maður greinilega að lesa!

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:15

2 identicon

Þessi saga er alveg frábær í alla staði, mæli eindregið með henni.

Vilborg Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:58

3 identicon

Er búinn að lesa bókina tvisvar, hún er snilldarlega skrifuð , maður fór með Aaltonen útvegsbónd í hverja sjóferðina á eftir annari , þannig lifði ég mig inn í sögusviðið.

Jón Friðrik Jóhannsson útvegs og ferðabóndi ( í Grunnavík ) búsettur á Ísafirði

Jón Grunnvíkingur (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband