5.12.2009
Um hvað snýst Kaupmannahafnarfundurinn ?
15. fundur rammasamnings Sþ um loftslagsbreytingar (UNFCCC) hefst eftir helgina í Kaupmannahöfn. Það var á þriðja fundi aðildarríkjanna (COP-3) í Kyoto 1997 þar sem aðildarríkin skuldbundu sig til minnkandi losunar gróðurhúsalofttegunda, án þátttöku Bandaríkjanna og fleiri þjóða eins og frægt er orðið. Þær skuldbindingar byggðu á Ríó-yfirlýsingunni um vilja yfir 150 ríkja til að takast á við hnattræna hlýnun jarðar.
Allar götur síðan þá hafa þjóðir heims verið að reyna að ná saman um áframhaldið, þ.e. hvað taki við að loknu skuldbindingartímabili Kyoto 2008-2012. Markmiðið er að í Kaupmannahöfn líti dagsins ljós sáttmáli, sem á að taka við af Kyoto-sáttmálanum. Gerð krafa um að sett verði skýrari markmið nú, sem auðveldara verði að fylgjast með og sannreyna að verði haldin.
Í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins hafa átt sér stað tvær samningalotur ef svo má segja.
- Í fyrsta lagi hafa átt sér stað viðræður um um það hvað taki við að lokinni Kyoto-bókuninni 2012. Bandaríkjamenn taka ekki þátt í þessum viðræðum þar sem þeir skrifuðu ekki undir Kyoto á sínum tíma.
- Í öðru lagi hafa farið fram samningaviðræður sem ganga út á almennt séð aukna samvinnu ríkja til að takast á við loftslagsvandann innan Ríó-yfirlýsingarinnar frá 1992. Evrópusambandsríkin og fleiri vilja taka sem mest mið af Kyoto, en Bandaríkjamenn vilja byrja með hreint borð ef svo má segja.
Miðlægt í öllu samningaferlinu er krafan um að aðgerðir miðist við það að hnattræn hlýnun haldist innan við 2°C miðað við 18. öld. Nú þegar er álitið að hitinn hafi stigið um 0,7°C frá því fyrir upphaf iðnbyltingar. Þessi rammi er nokkuð skýr og allmörg ríki hafa lagt til metnaðarfullar áætlanir um samdrátt í losun allt að 50-85% til ársins 2050. Á það er bent að slíkar langtímaáætlanir sem taka frekar mið að aðgerðum komandi kynslóðar en þeirrar sem nú byggir jörðina séu í meira lagi óraunhæfar. Lögð er á það áhersla að í Kaupmannahöfn náist samkomulag um markmið um samdrátt losunar til ársins 2020. Málið vandast aftur á móti þegar kemur að útfærslunni og spurt er hverjir eigi að axla byrðarnar og færa fórnirnar.
IPCC hefur bent á það að iðnríkin þurfi að stefna að 25-40% samdrátt í losun til ársins 2020 eigi markmiðið um 2 gráðu hlýnunina að teljast raunhæft.
Ef nýtt bindandi samkomulag næst um samdrátt í losun mun það leggja ólíkar kröfur til einstakra ríkja og ríkjahópa. Þar stendur hnífurinn í kúnni því hagsmunir eru svo ólíkir þar sem geta þjóða til samdráttar er eðli málsins samkvæmt ekki sú sama.
Sem dæmi um ólíka stöðu má nefna að Rússland og önnur fyrrum austantjaldsríki telja sig eiga afgangslosunarkvóta eftir viðmiðunartímabilið 2008-2012. Tiltektaraðgerðir síðustu ára í þessum ríkjum hafa skilað miklum árangri. Þessi ríki vilja halda fast í það að nýr samningur sé beint framhald af þeim fyrri sem geri þeim kleyft að taka því bara rólega og selja afgangskvóta sína á uppboðsmarkaði og hagnast á öllu saman.
Á sama tíma er ljóst að tveggja gráðu markið næst alls ekki nema að takist að grípa til róttækra aðgerða í tveimur þeirra ríkja sem losa mest og vöxturinn í losun verið hvað hraðastur. Þetta eru vitanlega Bandaríkin og Kína, sem saman bera ábyrgð á um 40% hlut í allum útblæstri koltvísýrings. Kínverjar hafa látið að því liggja að þeir séu tilbúnir til að setja útblæstri skorður án þess að skilgreina það nánar. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur talað fjálglega um umhverfismál, en hann hefur þó ekki tekið þá forustu í loftslagsmálum, sem margir vonuðust eftir.
Ótti manna við það að raunverulegur árangur náist ekki á Kaupmannahafnarfundinum byggist á því að enn og aftur komi Kínverjar og Bandaríkin ekki að samningaborðinu nema til málamynda. Þó Evrópusambandið og fleiri iðnríki saman með hópi þróunarríkja, svokölluðum G77 leiði samningaviðræðurnar og setji fram háleit markmið, er deginum ljósara að lítið gerist í raun nema að stóru ríkin í loftslagssamhenginu taki virkan þátt og sýni ríkan samstarfsvilja.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mun líklega enginn ''árangur'' nást á þessari ráðsetefnu þar sem 100 ráðamenn koma saman. Leiðinlegt hvað loftslagsfræði er að verða lituð af pólitík. Hún leiðir öll þangað þó rannsóknaraðferðir hennarkunni að vera sjálfstæðar, en eru þær það í raun og veru? Að það hafi hlýnað á jörðunni má kallast mæld staðreynd. Spár um frekari hlýynun eru hins vegar áætlanir byggðar á vísindaaðferðum sem ekki eru hafnar yfir allan vafa og einnig hvaða mat er lagt á afleiðingar þessarar hlýnunar. Það mat er þó oft einmitt það sem orðið segir: MAT, sem eftir merkingu orðsins felur í sér mat en ekki vissu. Þetta má þó teljast til visinda. Það sem er að gerast í Kauðmannahöfn er hins vegar komið út fyrir öll vísindi. Það er hápólitísk umræða og að nokkru siðferðileg. Í þeirri pólitík er ýms konar brask með kvóta til að hagnast á (t.d. þetta með Rússana), að ekki sé rætt um hagsmuni ríkja. Mér finnst sorglegt að loftslagsvísindi séu orðin forleikur að slíkum pólítískum hráskinsleik sem verður eins og öll önnur stórveldapólitík: hagsmunir hina sterku munu verða allsráðandi á kostnað þeirra veiku.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 12:18
Það er ekkert, ákkúrat ekki neitt sem bendir til að sú smávægilega hlýnun sem verið hefur í gangi frá því um 1900 og allir skynsamir menn ættu að fagna, sé eitthvað annað en ótal aðrar upp- og niðursveiflur í loftslagi undnanfarnar aldir og árþúsundir og haldi áfram, ólíkt öllum hinum eins og ég kem inn á í Þjóðmálagreininni "Að flýta ísöldinni", sem nú er inni á bloggsíðu minni (vey.blog.is.). Að sjálfsögðu er það sólin, sem mestu ræður. Hún hækkar hitann á jörðinni úr alkuli um yfir 300 gráður á hverjum degi án þess að nokkur taki eftir því. Hvort koldíoxíð eykst úr 0.028% af gufuhvolfinu í 0,038% er fáránlega lítill og ómerkilegur þáttur í öllu þessu ofurflókna dæmi. Raunar er ég ekki einu sinni viss um að tölur um koldíoxíð fyrir iðnbyltingu (0.028%) séu áreiðanlegar. Gróðurhúsamenn hafa hvað eftir annað orðið berir að því að hagræða og jafnvel falsa tölur og upplýsingar, eins og nú er æ betur að koma í ljós.
Um samkunduna í Kaupmannahöfn er best að hafa orð Ólafs pá í Laxdælu: “Það vil eg að þeir ráði sem hyggnari eru. Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna brögð er þeir koma fleiri saman”.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.12.2009 kl. 18:36
"Þeim verr gerast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman"
Úr því búið er að uppljóstra um ýktar formúlur og ágiskanir í tölvupóstsendingum milli "sérfræðinga" á þessu sviði - þá verður varla meira gert nú en ða ákveða næsta fund - og nota millitímann til að hreinsa "rusl og ágiskanir" út úr þessum dómsdagsformúlum.
Það virðist sama sagan orðin alls staðar. einhverjir "upptjúnnaðir sérfræðingar" halda að þeir hafi verið kosnir til að taka völd af þjóðkjörnum fulltrúum - en svo er ekki. Það á jafnt við um valdarán Hafró/ICES á fiskveiðirágjöfinni hér - sem og hvalfriðun og nú síðast þessum dómsdagsspám í loftslagsþróun.
Auðvitað þarf að gera ráðstafanir til að minnka mengun og útblástur - viðhalda ábyrgri fiskveiðistjórn o.fl. - en ekki á upplognum forsendum
Kristinn Pétursson, 5.12.2009 kl. 21:44
Kristinn, ef þú ert að vitna í hið svokallað Climategate mál, þá var það stormur í vatnsglasi. Það hefur ekkert komið þar fram sem bendir til samsæris vísindamanna eða falsanna þeirra, þó svo miklar upphrópanir hafi verið gerðar um innihald gagnanna, hvað sem þvi veldur, sjá t.d. umfjöllun um málið á vef Nature.
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 13:12
Gleðilega COP15: Umhverfiskrimmar í Köben, kavíar, einkaþotur og kynlífsstarfsmenn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.