Egill Helgason bendir á einfalda og ágæta upplýsingasíðu. Þar er helstu rökum efasemdamanna þess efnis að loftslagshlýnun sé að takamörkuðu leyti af mannavöldum, stillt upp með samsvarandi mótrökum.
http://www.informationisbeautiful.net/visualizations/climate-change-deniers-vs-the-consensus/
Skemmtilega upp sett og óhætt að mæla með innliti. Ég hef áður fjallað hér í ítarlegra máli um nokkur þessara atriða og eins er ágæt samantekt í svipaða veru hjá þeim félögum á Loftslag.is. Á þessari gátt, sem hefur þau einkunnarorð að upplýsingar séu yndislegar, er textinn hnitmiðaður og myndefnið skýrt.
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli efasemdarmenn eigi ekki frekari andsvör við svörum hlýnunarsinna og þeir svo sín andsvör við því og þannig koll af kolli. Hvað á aumur lýður að halda. Að höfðatala skoðana ráði?
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2009 kl. 17:31
Já, ég geri ekki ráð fyrir að helstu efasemdarmennirnir séu kjánar. Reyndar ekki hinir heldur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2009 kl. 17:32
Sæll Einar. Ég reyndi að senda þetta á veðurvaktina.i
Það hefir verið spurnin sem hefir verið að ergja mig en hún er : Hvort hefir hlýnað eða kólnað á Íslandi síðustu 100 ár og eða frá því að farið var að skrifa niður hita tölur. Ég er ekki að tala um síðustu tíu ár heldur lengri tíma og ég veit að það var siður á Stykkishólm að skrá veðurtölur svo það hlýtur að vera einhvað til að gögnum. Væri gaman að heyra frá þér með þetta. Kveðja og þökk. Valdimar.Valdimar Samúelsson, 9.12.2009 kl. 20:18
Valdimar, það er t.d. hægt að nálgast margskonar upplýsingar um hitafar á vef Veðurstofunnar, sjá t.d. þessa síðu og svo einnig er þar önnur síða þar sem bornar eru saman hitabreytingar nágrannalandanna og Íslands.
Takk fyrir tengilinn og tenginguna Einar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 22:01
Ég held, að nær sé að segja, að ágreiningurinn sé um, hvort sú hlýnun, sem við höfum orðið vitni að síðustu tuttugu árin (og jafnvel síðustu öldina, ef út í það er farið), sé að takmörkuðu leyti af mannavöldum eða að verulegu leyti. Engum dettur í hug að neita því, að menn hafi einhver áhrif á umhverfið. Þótt stundum láti áköfustu hlýnunarsinnar eins og ekki séu neinar eðlilegar eða náttúrlegar orsakir til loftslagsbreytinga, dettur þeim áreiðanlega ekki í hug, að svo sé. Ágreiningurinn er líka um það, hvort sé verra, hlýnun eða kólnun. Raunar held ég sjálfur, að umhverfinu væri meiri hætta búin af kólnun.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.