Vetrarfærð, en ágætasta veður

516631.jpgÞeir sem eru að fara á milli landshluta ættu flestir að komast í dag.  Veður er orðið mjög skaplegt víðast hvar, þó hefur snjóað dálítið í morgun sums staðar austanlands og vafalaust gengur á með einhverjum éljum á norðanverðum Vestfjörðum í dag.  

Á Norðurlandi hefur hins vegar létt til og þar er vindur orðinn hægur.  Þrátt fyrir talsverðan snjó, er ekki útlit fyrir skafrenning sem heitið getur.  Vegir hafa verið ruddir og þær ættu að haldast opnir í dag.   Þannig lítur t.a.m. vel út með þjóðveginn á milli Reykjavíkur og Akureyrar og eins áfram um Mývatns- og Möðrudalsöræfi austur á Egilsstaði.  Í Djúpinu er lítill snjór og á Steingrímsfjarðarheiði dregur mjög úr renningi í dag.

Á vetrarblíðunni á Suðurlandi hafa vegir hins vegar hélað ansi víða og þar er því varhugaverð staðbundin hálka.  Sömu sögu er að segja af höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega inn í hverfunum þar sem ekki hefur verið saltað eða hálkuvarið.  

Ljósmyndin er úr fannferginu á Akureyri nú um jólin.  Sótt af mbl.is /Skapti Hallgrímsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband