Síðbúinn jólasnjór í Reykjavík

091228_0900.pngSeint í gærkvöldi snjóaði í Reykjavík og síðan aftur í morgun. Á suðvestlenskan mælikvarða er þetta nokkur föl og Veðurstofan mældi 7 sm í morgun.

Athyglisvert var hve úrkomunni hefur verið misskipt staðbundið suðvestanlands. Í gærkvöldi moksnjóaði t.a.m. á mjóu belti nærri Vogum á Vatnsleysuströnd, beltið skreið síðan til austurs í nótt og koðnaði niður.  Þannig hef ég fregnir af því að ekki hafi hvítnað á Kjalarnesi, Leirvogsmelum og þar um slóðir.  Það kann þó að hafa breyst síðustu klukkustundirnar.  

Annars er ótrúlegt að horfa upp á það hvað oft getur snjóað hressilega á höfuðborgarsvæðinu upp úr nánast engu.  Ekki var hún merkileg sú "reim" sem skaust til norðurs úr lægðardragi og álitlegri bakka suður af Reykjanesi.  Það mátti hins vegar fylgjast vel með þróuninni á veðurratsjá Veðurstofunnar og myndin sem hér fylgir er úr henni.  Ratsjáin á Miðnesheiði gagnast sjaldan betur en í veðri sem þessu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er greinilega mjög staðbundið. Hér á Akranesi kom smá föl í nótt og varla hægt að segja að sporrækt væri.

Haraldur Bjarnason, 28.12.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Síðan eru miklir kuldar framundan. Brátt verður snjórinn svellaður og haðrur og gamall í hörkugaddi svo geðslegt sem það er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2009 kl. 11:02

3 identicon

Sæll Einar

Hvar get ég aflað sérstakra upplýsinga varðandi sporbaug jarðarinnar og ástæða fyrirspurnar er sú að ég hef það á tilfinningunni að það hafi eitthvað hnikast til fyrir rúmri viku síðan en mér fannst athyglisvert að geimvísindamenn hafi uppgötvað nýja orkubraut um jörðu með tækjum sínum en þær eru fleiri og kanski í fyllingu tímanns sjá þeir hinar líka

kveðja

Þór Gunnlaugsson

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:40

4 identicon

Próf.dr. Helgi Björnsson gerir í nýútkomnu stórvirki sínu: "Jöklar á Íslandi" grein fyrir þeim breytingum, sem verða með reglulegu millibili á sporbraut jarðar og halla jarðmönduls.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband