Kjarngott lęgšafóšur

Vešurkortiš sem ég sżni hér er śr smišju GFS lķkansins bandarķska og sjónarhorniš er noršaustur-Atlantshaf og Labradorhaf žar sem miklar andstęšur ķ lofti į svęšinu hafa ķ aldanna rįs skapaš marga illvišrislęgšina. Nś er einmitt eitthvaš ķ žį veru ķ farvatninu.  Kortiš hefur gildistķma kl. 06 ķ morgun ( spį 24010000 +6t) og sżnir įstand mįla ķ 850 hPa fletinum sem žarna er ķ um 1.200 - 1.400 metra hęš.  Hitinn žarna uppi er litašur og glöggt mį sjį hversu mikill hitastigullinn er į tiltölulega stuttri vegalengd.

24.jan 2009 kl. 06 /GFSSkammt sušvestur af lęgšarmišjunni sem žarna er ķ uppsiglingu er hiti +10°C, en eitthvaš um -17 til -18°C yfir Nżfundnalandi.  Žar flęšir heimskautaloftiš śr noršvestri śt į Atlantshaf ķ veg fyrir heittemprašan og rakan loftmassann sem kemur askvašandi śr sušri.  Žetta er vissulega algeng sjón yfir vetrartķmann en žegar saman fer aš streymi žessa mjög svo ólķku loftmassa er ķ góšum fasa og lķka žegar hitamunur žeirra er meiri en góšu hófi gegnir losnar um mikla orku žegar lęgšin dżpkar og umhverfis hana taka aš blįsa hvassir vindar.

Aš žessu sinni veršur aš segjast aš fóšur lęgšarinnar er bęši mikiš og kjarngott.  Hśn kemur til meš aš kjamsa vel į žvķ nęstu tvo sólarhringanna, en žaš sem verra er aš spįlķkönum viršist bera saman um žaš og hśn taki stefnuna beint til okkar, aš hśn fari skammt vestan viš landiš į talsveršri siglingu seint ķ nótt og ķ fyrramįliš.    


Śtsynningur - loksins !

100122_1315.pngÉg hef veriš aš bķša ķ allan vetur eftir aš śtsynningur meš éljum gerši vart viš sig.  Nįnast meš ólķkindum aš ekki hafi gert éljavešrįttu sušvestan- og vestanlands fyrr en nś žennan veturinn.  Er viš hęfi aš fį žetta hressandi vešurlag į sjįlfan Bóndadaginn.  Klakkarnir koma vel fram į vešursjį Vešurstofunnar kl.13:15. Kunnuglegir "hnappar" žar į feršinni. 

Fyrir nokkrum dögum,  varš hįlfgildings śtsynningur.  Žį komu veimiltķtulegir klakkar śr sušri og sušaustri, ķ raun loft frį Bretlandseyjum, dreggjarnar af kuldunum sem žar voru.  Žį voru ekki él heldur skśrir og žaš langt į milli žeirra aš ķsaši į götum og gangstéttum meš žeirri afleišingu aš žrjįr til fjórar tylftir manna slösušu sig į Höfušborgarsvęšinu einu saman.  

En sem sé, vertu velkominn kęri śtsynningur meš žķnum fagurlögušu klökkum, höršu litlu snjókślunum og hressandi vindblę śr sušvestri !

En vel aš merkja žetta er bara mķn óska vešrįtta ķ einn dag, ekki lengur, svo žaš sé į hreinu.  Enda spįir svo aš ekki žarf aš hafa įhyggjur af žvķ aš śtsynningur verši aš gera mönnum lķfiš leitt alveg į nęstunni.

Svo njótiš endilega dagsins !

 


Óvešrinu slotaši snögglega

520513.jpgVindmęlingar seint ķ gęrkvöldi sżndu hvaš vešriš gekk snögglega nišur strax ķ kjölfar skilanna.  Į Steinum undir Eyjafjöllum slotaši heldur frį kl. 18 žegar A-vešriš var ķ hįmarki og rétt fyrir mišnętti er eins og skrśfaš hafi veriš fyrir og vindur varš hęgur af breytilegri vindįtt nįnast į augabragši. 

picture_390_953717.pngÓvešriš ķ gęr var langverst syšst į landinu, ķ Eyjum og undir Eyjafjöllum og sķšan į Sušurnesjum.  Lęgin hélt sig į endanum ķ hęfilegri fjarlęgš og haršasta vindröstin nįši žvķ ekki lengra inn į landiš. Žannig var talsveršur munur į vešurhęš ķ Keflavķk og į Reykjanesbrautinni annars vegar og ķ Reykjavķk hins vegar.  Į Reykjavķkurflugvelli nįši vindurinn stormstyrk eša 21 m/s og 32 m/s męldist ķ mestu hvišu.  Mišaš viš vindįttina, ž.e. A-įtt žykir slķk vešurhęš ķ Höfušborginni bara sęmileg, a.m.k. ķ seinni tķš.  Žaš er frekar aš vindur nįi sér į strik žegar vindįttin SA-lęg svo ekki sé talaš um SSA-įtt.

Óvešriš ķ gęr er samt ekki žaš versta sem komiš hefur sunnantil į landinu ķ vetur.  Snemma ķ haust eša 9. október gerši aš sumu leiti keimlķkt vešur (ž.e. žegar lęgširnar og brautir žeirra eru borna saman), nema hvaš žaš var heldur haršara og illskeyttara. 

Tölvumįlin eru komin ķ lag hjį Vešurstofunni og allar athuganir frį žvķ ķ gęr žvķ ašgengilegar.

Ljósmyndin er fengin af vef Vķkurfrétta, vf.is. / Einar 


53 m/s ķ hvišu į Hvammi undir Eyjafjöllum

Um kl. 14:30 kom vindhviša upp į 53 m/s viš Hvamm undir Eyjafjöllum og önnur įlķka rśmlega kl. 15.  Erfišlega gengur aš nįlgast vešurathuganir frį Vešurstofunni og enn bilin lķkt og fyrr ķ dag. 

Višbót kl. 16:05.  Pįlmi Freyr į Stórhöfša matar sjįlfur inn vešriš ķ "beinni" r. 

picture_388.png


Lęgšin į "spori"

21. jan 2010 kl. 1200 /MetOfficeGreining Bresku Vešurstofunnar leišir ķ ljós aš lęgšin er įlķka djśp og į svipušum slóšum nś kl. 12 į hįdegi  og spįš var um ķ morgun ķ reiknilķkönum.  Ef eitthvaš er, žį er mišjan austar.  Śt frį žvķ mį draga žį įlyktun aš ferill hennar veršur ķ žaš minnsta ekki lengra frį landi en spįš var ķ morgun.  Og žį einnig žaš aš ekkert enn sem komiš er ekkert sem bendir til annars en aš forsendur spįrinnar frį žvķ ķ morgun haldi ķ öllum meginatrišum.  

Mjög versnandi undir Eyjafjöllum

26 m/s męldust į Steinum undir Eyjafjöllum nś rétt įšan (13:20). Hvišur hafa sķšasta klukkutķmann eša svo veriš aš nį um 38 m/s. Į mešan bilun er ķ bśnaši hjį Vešurstofunni birtast ekki upplżsingar frį sjįlfvirkum stöšvum.  Žar af leišandi er ekkert aš hafa nś kl. 13 śr Vestmanneyjum, en į Stórhöfša var oršiš forįttuhvasst kl. 12 (33m/s -mešalvindur).  Vonandi tekst aš kippa žessu ķ lišinn hjį Vešurstofunni sem fyrst.  Vegageršarstöšvarnar eru hins vegar į sķnum staš og uppfęrast meš ešlilegum hętti.

Hér er lķka tunglmynd frį žvķ kl. 12:42 (af vedur.is).   

Lęgšarmišjan er stašsett viš sušurjašar myndarinnar.  Skżjakerfiš er tvöfalt og greinilegt "rof" į milli.  Undir žvķ syšra mį gera rįš fyrir sterkustu vindunum.  Žetta eru hin eiginlegu kuldaskil og sjį mį aš žau eru skörp, nįnast eins og veggur noršan viš mišju lęgšarinnar.  Hśn stefnir til noršvesturs, en skilin og skżjakerfiš meira til noršurs nęstu klukkustundirnar.

100121_1242.jpg

 


Illvišri ķ uppsiglingu

hirlam_urkoma_2010012106_12.gifLęgš er spįš upp aš landinu śr SSA.  Hśn er nokkuš kröpp og į undan skilum hennar er bśist viš ansi hvassri SA og ASA-įtt um sunnanvert landiš.  Mešfylgjandi spįkort af Brunni Vešurstofunnar gildir kl. 18, eša um žaš bil sem vešriš veršur nęrri hįmarki.  Lęgšarmišjan er žarna ętluš um 960 hPa og į leiš til VNV.  Brautin er frekar óvenjuleg og óhagstęš upp į vešurhęš aš gera.  Styrkur vindsins žegar verst lętur ręšst nokkuš af žvķ hve nęrri landi lęgšarmišjan fer.

Ķ starfi mķnu fyrir vetraržjónustu Vegageršarinnar sendi ég nešangreindar vangaveltur til žjónustuašila og žjónustuversins, ķ sķma 1777.

Žaš SA-vešur sem nś er ķ uppsiglingu flokkast meš žeim verri sem viš sjįum.  Lęgšin sem žessu veldur er kröpp og braut hennar aš landinu fremur óhagstęš.
Um landiš sunnanvert spįir Vešurstofan vešurhęš (mešalvindur) allt aš 25 m/s.

Hįmarki nęr vešriš syšst į landinu į u.ž.b. į milli kl. 15 og 18 en sušvestanlands, vestur į Snęfellsnes nokkru sķšar eša frį žvķ um kl. 17 til kl. 20.
Žessu fylgir ausandi rigning į mešan verst lętur.  Gengur hratt nišur ķ kjölfar žess aš žaš nęr hįmarki.

Um noršan- og noršaustanvert landiš hvessir einnig, en žar veršur ekkert tiltakanlegt óvešur.  Eindregin leysing veršur meš žessu.

Vindhvišur:
Undir Eyjafjöllum verša hvišustyrkur  35-40 m/s fram eftir degi, en allt aš 50-55 m/s frį žvķ um kl. 14 og fram yfir kl. 18.  Sérlega varasamt aš vera į feršinni į žeim slóšum į žessum tķma.

Undir Hafnarfjalli og į utanveršu Kjalarnesi verša hvišur 30-35 m/s fram yfir hįdegi en sķšan vaxandi.  Frį um kl.  16 til 20 mį gera rįš fyrir allt aš 50 m/s og vitanlega varasamt fyrir alla umferš į mešan į žessu stendur.

Į Hellisheiši er ekki skiptivindasamt en mešalvindurinn tekur ķ meš 23-27 m/s žegar verst lętur ķ žoku og rigningu.

Svipaš į Reykjanesbraut, allt aš 25 m/s um kvöldmatarleytiš eša svo.


Žrumuvešriš sušvestanlands

Tunglmynd 20.jan kl. 14:23 /VĶÉg man vel eftir miklu žrumuvešri sem gekk yfir 12. febrśar 1989.  Žį gerši eldingarnar um leiš og skörp kuldaskil fóru hjį nęrri hįdegi ķ albjörtu.  Eldingavešriš nś er viš svipuš skilyrši, nema žaš aš eldingum lżstur nišur ķ ķ bogadregnum éljagarši handan skilanna.    Hann sést vel į tunglmynd af vef Vešurstofunnar frį žvķ kl. 14:23 og afstaša hans fyrir sušvestan land mišaš viš kuldaskilin. 

 

En hvaš žaš veldur žvķ aš einmitt skuli verša kröftugt uppstreymi en ekki sķšast eša žar įšur žegar svipuš staša var uppi.  Žó skal hafa hugfast aš "virkni" ķ klökkunum varir ekki ķ nema nema skamman tķma sem sįst best į žvķ aš žegar garšurinn hafši nįš Höfušborgarsvęšinu var mestur krafturinn śr žessu sjónarspili.  Oft veršur vart viš eldingar sem koma fram į eldingamęlum og eru stašsettar yfir hafi sušur eša sušvestur af landinu viš sambęrilega ašstęšur.

Męldar eldingar ķ kerfi VĶ viršast samkvęmt kortinu hafa veriš heldur fęrri en žęr voru ķ raun mišaš viš lżsingar Sušurnesjamanna.  Ekki veit ég įstęšur žessa.  Svo viršist sem raforkudreifikerfiš hafa sloppiš, en engin tilkynning er śr netrekstri Landsnets um truflanir af völdum eldingavešursins. 

eldingar.jpg


Frostmarkshęšin ķ um 1.000 metra hęš.

Eindregiš hlįkuvešur er nś į landinu, hvergi frost į byggšu bóli.  Į Fjaršarheišinni yfir į Seyšisfjörš var žriggja stiga hiti nś ķ morgun, en žaš er sį fjallvegur sem hęst fer hér į landi ķ vetrarumferšinni eša ķ 600 metra yfir sjįvarmįl.  Ķ grenndinni er vešurstöš į Gagnheiši viš mikilvęgan fjarskiptabśnaš sem žar er ķ 950 metra hęš.  Žar var hitinn um frostmark og hįvašarok af SA.  Śt frį žessum męlingum og öšrum upplżsingum mį segja aš frostmarkshęšin sé ķ um 1.000 metra hęš gróflega séš yfir landinu

Gagnheiši /VĶ Sigvaldi ĮrnasonEkkert óvenjulegt viš žaš og kemur fyrir oft ķ leysingatķš, jafnvel um hįvetur, einkum ķ seinni tķš.  Ef įstand sem žetta fer aš vara meira og minna um nokkurra daga skeiš tekur snjó hratt upp ķ fjöllum og žaš er einmitt aš gerast nś.  Nįnast er aš verša snjólaust ķ byggš į landinu og mér er til efst aš nokkurs stašar sé aš finna alhvķta jörš upp śr mišjum janśar.  Slķkt hlżtur aš teljast frekar óvenjulegt svo ekki sé tekiš dżpra ķ įrinni.  Fyrstu vikuna ķ janśar voru komin įlveg įgętis snjóalög um noršanvert landiš.  Žann snjó hefur aš mestu tekiš upp utan fyrninga ķ sköflum hér og žar.

En svo merkilegt sem žaš kann aš hljóma aš žį fitna jöklarnir ķ žessu tķšarfari.  Įkomusvęši stóru jöklanna er nefnilega aš mestu ofan 1.000 metra.  Sušaustanlands er mikiš vatnsvešur ķ žessum skrifušu oršum og śrkoma męlist ķ stóru skömmtunum.  Žó svo aš rigni og leysi viš skrišjökulsporšana, snjóar einhver lifandis bżsn uppi į sjįlfum hįjöklinum.  Žaš er kannski ofmęlt aš segja aš jöklarnir fitni mikiš viš einn atburš aš vetri, en fyrir afkomu žeirra er vešur sem žetta margfalt hagstęšara en žurr og frostköld noršanįttin. 

Myndin er frį Gagnheiši sķšla vetrar, fengin af vef Vešurstofunnar.  Sigvaldi Įrnason tók myndina.   


Straumar ķ Reykjafjaršarįl bera ķsinn nś inn į Hśnaflóa

Ragnar Eirķksson er aš velta upp žętti Reykjafjaršarįls ķ śtbreišslu hafķssins, žaš hafsvęši į utanveršum Hśnaflóa var gert  aš umtalsefni į dögunum. 

Hafķskort (-mynd) Vešurstofunnar frį žvķ ķ fyrradag (15. jan) sżnir einmitt glöggt tunguna sem liggur frį meginjašrinum til sušurs.  Žetta er į slóšum Reykjafjaršarįls og nokkuš vķst aš straumar valda rekinu til sušurs frekar en vindurinn.

hafis_20100115_1156.png

Annaš kort tveimur dögum fyrr (13. jan) sżnir žetta kannski enn betur. Fróšlegt  vęri aš sjį hér įlit žeirra sem žekkja til strauma į žessum slóšum og geta mišlaš af reynslu til fyrri hafķskoma į žessum slóšum.  

hafis_20100113_2254.png


« Fyrri sķša | Nęsta sķša »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (2.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frį upphafi: 1790815

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband