Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Svellkalt á Héraði

Við sem fórum út í slabbið og slydduhraglandann í morgun suðvestanlands í hita nærri +1°C eigum kannski erfitt með að trúa því að á sama tíma var frostið 21 stig á Egilsstaðaflugvelli . En það var nú engu að síður raunin kl. 09 í morgun. Norðaustan- og...

Sleðaferðirnar á Langjökli og yr.no

Ítrekað hef ég þurft að bíta í tunguna á mér eftir leitina og björgunina á Langjökli um helgina . Ég hef hlustað á framkvæmdastjóra sleðafyrirtækisins, starfsmann sem hefur haldið uppi vörnum hér (umræðurnar ekki síst athyglisverðar). Eins...

Hið þurra tíðarfar á landinu

Segja má að sama sem engin úrkoma hafi fallið á landinu frá því 28. janúar. Reyndar snjóaði dálítið fyrir helgi á Vopnafirði, Úthéraði og norðantil á Austfjörðum og er þar má segja að sé eini snjórinn sem finna má á láglendi á landinu um þessar mundir...

Landtaka hvítabjarnarins og tengsl við hafísinn

Ingibjörg Jónsdóttir hefur útbúið athyglisvert hafískort. Það sýnir mestu útbreiðslu íssins í nú janúar og þar með vetrarins ef út í það er farið. Að sögn Ingibjargar er kortið gert eftir bestu fáanlegu upplýsingum með fjarkönnun. Tekið er fram að þessi...

Athyglisverð mæling frá nýjum vindmæli

Í haust var settur upp vindmælir í Skarðsheiðinni í 480 metra hæð á stað sem kallast Miðfitjahóll . Þarna fer raflína hæst, svokölluð Vatnshamralína og hafði Landsnet forgöngu um þessa veðurathugunarstöð. Í SA-rokinu snemma á mánudag (25. janúar) mældi...

Kjarngott lægðafóður

Veðurkortið sem ég sýni hér er úr smiðju GFS líkansins bandaríska og sjónarhornið er norðaustur-Atlantshaf og Labradorhaf þar sem miklar andstæður í lofti á svæðinu hafa í aldanna rás skapað marga illviðrislægðina . Nú er einmitt eitthvað í þá veru í...

Lægðin á "spori"

Greining Bresku Veðurstofunnar leiðir í ljós að lægðin er álíka djúp og á svipuðum slóðum nú kl. 12 á hádegi og spáð var um í morgun í reiknilíkönum. Ef eitthvað er, þá er miðjan austar. Út frá því má draga þá ályktun að ferill hennar verður í það...

Mjög versnandi undir Eyjafjöllum

26 m/s mældust á Steinum undir Eyjafjöllum nú rétt áðan (13:20). Hviður hafa síðasta klukkutímann eða svo verið að ná um 38 m/s. Á meðan bilun er í búnaði hjá Veðurstofunni birtast ekki upplýsingar frá sjálfvirkum stöðvum. Þar af leiðandi er ekkert að...

Litadýrð á himni á Akureyri

Ég er staddur á Akureyri og hún var tilkomumikil sjónin undir sólsetur þegar við blöstu hátt á vesturhimninum þessi föngulegu glitský . Myndin er fengin að láni hjá Jóni Inga Cæsarssyni Akureyringi og ljósmyndara. Eins og fram kemur á fróðleiksgrein...

Sannkallaður kuldastaður

Gamli koparnámubærinn Röros í Suður Þrændalögum er æði merkilegur staður . Ekki eingöngu fyrir þá sök að vera útnefndur til heimsminja UNESCO, heldur líka fyrir þá sök að vera mesti kuldastaður Noregs að vetrinum sunnan heimskautsbaugs, rétt eins og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband