Færsluflokkur: Samgöngur

Vetrarleg lýsing Vegagerðar

Haustið minnir á sig enda komin N-átt. Þessa lýsingu mátti sjá á vef Vegagerðarinnar í morgun og það er dálítill vetur í henni: "Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er krapi á Þverárfjalli og í Vatnsskarði. Á Austurlandi er...

Sjólag hefur áhrif á samgöngur á milli lands og Eyja

Vestmanneyingar búa við takmarkaðar samgöngur þessa dagana á meðan Breiðafjarðarferjan Baldur leysir Herjólf af í áætlunarsiglingum á milli Eyja og Þorlákshafnar. Greint hefur verið frá því að Baldur þolir mun minni sjógang en Herjólfur, enda minna skip....

Vindhviðurnar undir Hafnarfjalli

Frá því fyrir hádegi í gær hefur ríkt hviðuástand undir Hafnarfjalli . Á mæli Vegagerðarinnar hafa mælst fjölmargar vindhviður yfir 35 m/s og sú snarpast til þessa kom í morgun um kl. 07, 43 m/s . Athyglisvert að sjá á meðfylgjandi línuriti að í gær var...

Mikil veðurhæð syðst á landinu

Þegar þetta er ritað rétt um miðnætti hafði fyrr í kvöld mælst vindhviða við Hvamm undir Eyjafjöllum upp á 56 m/s *. Meðalvindhraði eða veðurhæðin hefur verið mikil og vaxandi í kvöld syðst á landinu. Á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahverfi voru þannig 29 m/s...

Fyrirbyggjandi aðgerðir til gagns fyrir loftgæði

Í gær, þriðjudag, lét ég í það skína að allar veðurfarslegar forsendur væru fyrir slæmum loftgæðum að lokinni morgun ös umferðarinnar. Vindur var afar hægur og um alla borg mátti sjá að flögg og fánar bærðust vart. Á milli kl. 9 og 10, eða að loknum...

Svifrykstoppur í morgunsárið

Klassískt "svifryksveður" á höfuðborgarsvæðinu hugsaði ég með mér þegar ég kom út snemma í morgun um leið og ég andaði að mér svölu loftinu. Hægur vindur og hitahvarf við jörð eru þeir þættir sem ráða mestu um uppsöfnun svifryks í lofti ásamt vitanlega...

Venju fremur snörp vindhviða undir Hafnarfjalli í nótt.

Um kl. 01 sl. nótt, mældi stöð Vegagerðarinnar vindhviðu upp á 47 m/s . Þetta gildi er hátt þegar að því er gáð að sjálf veðurheiðin var ekki svo ofboðsleg. SA-veðrið er satt að segja ekki nema svona venjulegur stormur ekkert sérlega illskeyttur ef út í...

56 m/s í hviðu á Steinum undir Eyjafjöllum

Man ekki eftir öðum eins hvelli um hásumar og nú, a.m.k. ekki í seinni tíð. Á haustin og veturna þykir nú bara ágætt þegar vindhviðumælar fara yfir 50 m/s oft með tilheyrandi fréttum af malbiki sem flest hefur af vegum og öðru álíka. Í dag náði upp úr...

Vindur nú hjálpar til við að halda svifryki lágu

Fyrst í morgun var nánast logn og kjöraðstæður fyrir svifryksmyndun þegar einnig er horft til annarra veðurbreyta s.s. hita- og rakastigs loftsins. Hinsvegar er nú kominn ágætur blástur úr norðri a.m.k. yfir Seltjarnarnesið (í landfræðilegri merkingu, en...

« Fyrri síða

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 1786843

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband