Frostlaust á Hornbjargsvita

5. jan 2010 kl. 09. Veðurstofa ÍslandsMeðfylgjandi veðurkort frá Veðurstofu Íslands sýnir miðju hæðar yfir landinu í morgun, 5. jan kl. 09.  Landið sjálft er kalt og útgeislun mikil í því bjartviðri sem verið hefur.  Á dögum sem þessum þegar ekki blæs er eins og úthafsloftslagið víki um stund fyrir meginlandsloftslagi.  Frostið verður þá talsvert, sérstaklega inn til landsins.  Eins verður hæg landgolan ríkjandi, í stað hafrænunnar sem oftast blæs, a.m.k. yfir einhvern hluta landsins á hverjum tíma.

En vel að merkja sjálft loftið yfir landinu er ekki svo kalt.  Um leið og blása tekur af hafi mun því gera væga leysingu við sjávarsíðuna.  Tók eftir því í morgun kl. 09 að þá var eini staðurinn sem sýndi hita ofan frostmarks, Hornbjargsviti, okkar útvörður mót norðri.  Einnig var frostlaust á Hólum í Dýrafirði og vaflaust víðar í byggð á Vestfjörðum. (ath. að á þessu greiningarkorti er hitatalan í norðvesturhorn hverrar stöðvar- stækkið kortið fyrir smáatriðin !).

Kuldahæðin yfir landinu gerir það að verjum að á Vestfjörðum verður örlítill SV-vindur í lofti sem aftur veldur minniháttar aðstreymi af mildara lofti, eða nóg til þess að pota hitanum upp fyrir frostmark á stöku stað. 

Þó víða hafi verið talsvert frost í nótt og í morgun er það samt ekki tiltakanlega hart, miðað við það sem kannski mætti ætla. Í byggð var kaldast sýndist mér á Þingvöllum eða -19°C og flugvöllurinn á Sauðarkróki mældi mest rúmar -18°C.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Röros, sem að er fjallabær í Noregi er núna í þessum töluðu orðum -40 C°!!. Í Ósló eru -23 C°.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 1786842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband