8.1.2010
Snævi þakið Bretland
Það er heldur sjaldséð sjón að sjá Bretland nánast allt snævi þakið úr gervitungli eins og meðfylgjandi mynd sýnir vel. Henni er að sjálfsögðu flaggað á BBC og höfð til marks um það hvað vetrarríkið er mikið og alls engin ástæða er að draga úr.
Annars er merkilegt að sjá hvað vetrarkuldi og snjókoma sem stendur í um vikutíma eða lengur nær að draga fljótt þróttinn úr samfélaginu. Samgöngur raskast, sem og flutningar. Fólk kemst ekki til vinnu sinnar eða í skóla. Grunngerð samfélagsins er einfaldlega ekki skipulögð til að takast á við veðurfar sem þetta. Þó gerist það með vissu millibili að heilmikill vetur hellist yfir Bretlandseyjar, þó miklu oftar verði Englendingar varla varir við vetrarveðráttu sum árin.
Veturnir 1963 og 1947 eru stundum teknir sem viðmiðun um harða vetrarveðráttu á Bretlandseyjum. Fyrir nokkru fjallaði ég um kalda veturinn 1947, sem var hreint út sagt skelfilegur. Þá var mest vetrarríkið heldur seinna eða í febrúar og Bretar lentu í miklum vandræðum þegar kolaflutningar stöðvuðust næstum. Lestir komust ekki og skip frusu í ám og skipaskurðum. Sjá hér.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá þetta á sky í gærkvöld sem fyrirsögn hjá einhverju blaðinu sem kom út í morgun og fyrirsögnin var Ice land ! tvíræð skilaboð ???
áhorfandi (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:56
Árið 2000 var merkileg grein í The Independent:
http://www.independent.co.uk/environment/snowfalls-are-now-just-a-thing-of-the-past-724017.html
Þar spá ýmsir því, m.a.vísindamaður við CRU og annar við Hadley Centre að bresk börn eigi ekki eftir að sjá snjó framar
Ég stelst til að setja þessa grein hér, þó hún sé nokkuð löng. Vona að það fyrirgefist.
Snowfalls are now just a thing of the past
By Charles Onians, Monday 20 March 2000
Britain's winter ends tomorrow with further indications of a striking environmental change: snow is starting to disappear from our lives.
Sledges, snowmen, snowballs and the excitement of waking to find that the stuff has settled outside are all a rapidly diminishing part of Britain's culture, as warmer winters - which scientists are attributing to global climate change - produce not only fewer white Christmases, but fewer white Januaries and Februaries.
The first two months of 2000 were virtually free of significant snowfall in much of lowland Britain, and December brought only moderate snowfall in the South-east. It is the continuation of a trend that has been increasingly visible in the past 15 years: in the south of England, for instance, from 1970 to 1995 snow and sleet fell for an average of 3.7 days, while from 1988 to 1995 the average was 0.7 days. London's last substantial snowfall was in February 1991.
Global warming, the heating of the atmosphere by increased amounts of industrial gases, is now accepted as a reality by the international community. Average temperatures in Britain were nearly 0.6°C higher in the Nineties than in 1960-90, and it is estimated that they will increase by 0.2C every decade over the coming century. Eight of the 10 hottest years on record occurred in the Nineties.
However, the warming is so far manifesting itself more in winters which are less cold than in much hotter summers. According to Dr David Viner, a senior research scientist at the climatic research unit (CRU) of the University of East Anglia,within a few years winter snowfall will become "a very rare and exciting event".
"Children just aren't going to know what snow is," he said.
The effects of snow-free winter in Britain are already becoming apparent. This year, for the first time ever, Hamleys, Britain's biggest toyshop, had no sledges on display in its Regent Street store. "It was a bit of a first," a spokesperson said.
Fen skating, once a popular sport on the fields of East Anglia, now takes place on indoor artificial rinks. Malcolm Robinson, of the Fenland Indoor Speed Skating Club in Peterborough, says they have not skated outside since 1997. "As a boy, I can remember being on ice most winters. Now it's few and far between," he said.
Michael Jeacock, a Cambridgeshire local historian, added that a generation was growing up "without experiencing one of the greatest joys and privileges of living in this part of the world - open-air skating".
Warmer winters have significant environmental and economic implications, and a wide range of research indicates that pests and plant diseases, usually killed back by sharp frosts, are likely to flourish. But very little research has been done on the cultural implications of climate change - into the possibility, for example, that our notion of Christmas might have to shift.
Professor Jarich Oosten, an anthropologist at the University of Leiden in the Netherlands, says that even if we no longer see snow, it will remain culturally important.
"We don't really have wolves in Europe any more, but they are still an important part of our culture and everyone knows what they look like," he said.
David Parker, at the Hadley Centre for Climate Prediction and Research in Berkshire, says ultimately, British children could have only virtual experience of snow. Via the internet, they might wonder at polar scenes - or eventually "feel" virtual cold.
Heavy snow will return occasionally, says Dr Viner, but when it does we will be unprepared. "We're really going to get caught out. Snow will probably cause chaos in 20 years time," he said.
The chances are certainly now stacked against the sortof heavy snowfall in cities that inspired Impressionist painters, such as Sisley, and the 19th century poet laureate Robert Bridges, who wrote in "London Snow" of it, "stealthily and perpetually settling and loosely lying".
Not any more, it seems.
---
Jæja, nú kom allavega snjór. Spyrillinn hjá BBC grillaði bókstaflega John Hirst yfirmann bresku veðurstofunnar í gær fyrir að spá kolvitlaust um síðastliðið sumar og veturinn núna. Hann spáði nefnilega frábæru grillsumri og mildum vetri. Hann var líka spurður út í háa bónusa.Það verður fátt um svör.
Sjá fjörið á YouTube hér: http://www.youtube.com/watch?v=X8BCnX8LIIY
Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina...
Ágúst H Bjarnason, 8.1.2010 kl. 22:09
Það er nú meira ólánið þetta nafn á landinu okkar, Ísland. Hér er lítið vetrarríki miðað við hnattstöðu og mörg lönd í Evrópu austanverðri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2010 kl. 23:35
Heh.. Times var nu med fyrisognina "COLD WARS" i gaer eda fyrradag... Obein visnu i fyrri strid vid Fron, en frettin fjalladi um hvad UK er lamad i snjonum...
Erna Magnusdottir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:58
Vegna greinarinnar í Independent: „Snow will probably cause chaos in 20 years time“ og að „London's last substantial snowfall was in February 1991“ – Það þýðir að 20 ára reglan getur passað nokkurn veginn.
Kannski erum við þó að tala um stærri atburði núna. Þetta veðurlag í Evrópu finnst mér mjög merkilegt og á ef til vill eftir að verða sögulegt. Nú vantar bara að dönsku sundin frjósi með tilheyrandi röskun á skipaumferð.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.1.2010 kl. 00:39
Hvernig væri ástandið, ef ekki væri fyrir blessuð gróðurhúsaáhrifin?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 00:56
Við förum illa með Bretana,við látum þá sitja uppi með snjóinn líka.
þorvaldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 05:31
Snjór í London fer að verða býsna algengur:
Allt á kafi í snjó núna.
Það snjóaði í London í febrúar 2009. Sjá myndir sem íslendingur tók hér.
Það snjóaði í London í apríl 2008, sjá myndir sem sami Íslendingur tók hér.
Ágúst H Bjarnason, 9.1.2010 kl. 08:07
Þetta veður er merkilegt fyrirbæri. Veðrið í Evrópu er á köflum ansi hart við íbúana um þessar mundir. Á sama tíma er heitara á einhverjum öðrum stöðum, t.d. á suðvestanverðu Grænlandi og mjög hlýtt er við Labrador. Samkvæmt því sem Einar skrifar í athugasemd hér, þá má skrifa þetta á reikning lofthringrásarinnar "sem er á hvolfi" við norðanvert Atlantshaf. Þetta tengist því neikvæðu útslagi NAO en um það var m.a. fjallað nánar hér. Hér er svo hitakort frá MetOffice í Bretlandi sem einnig má sjá nánar um í færslu Einars, Hitakort frá MetOffice.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 12:53
http://www.boingboing.net/2010/01/07/britain-minus-the-gu.html
Skúli (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:15
Skúli, golfstraumurinn hefur ekkert farið. Fyrirsögnin á blogginu sem þú vísar í, er arfavitlaus.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.