Tveir snúðar, sykursætir þann 15. kl. 15:15.

Þessi skemmtilega tunglmynd er frá því um miðjan dag, í dag föstudag.  Tvær smálægðir voru þá undan landi, önnur suðvesturundan og hin úti fyrir Suðausturlandi.  Umhverfis báðar þessar lægðir eru litlir sætir snúðar sem hringa sig um miðjurnar.

Tunglmynd, 15. jan kl. 15:15 /Veðurstofa Íslands

Sýn sem þessa sér maður af og til en sjaldan þannig að lægðirnar séu nokkuð líkar að umfangi og báðar á braut, nánast eins og þær séu í kapphlaupi norður yfir landið

Í kjölfar þeirra léttir til í nótt og frystir við jörð. Myndast þá stórvarasöm glerhálka víða um land. Það verður svona á milli lægða, eins og stundum er sagt, því önnur til og hún sameinuð er væntanleg á morgun með myndarlegum úrkomuskilum, rigningu og leysingu um land allt.  

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1790149

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband