Hitaröð fyrir Grænlandsjökul

Í tengslum við sjávarborðshækkun og bráðnun jökulíss Grænlands hefur nýleg tilbúin hitaröð alveg frá 1840 fyrir Grænlandsjökul fengið nokkra umræðu.

picture_36_970845.pngJason Box í Byrd Polar Research Center við háskólann í Ohio hefur ásamt öðrum sett saman langtímahitaröð sem sýna á hitafrávik á Grænlandsjökli svona heilt yfir. Grunnur hennar eru vitanlega tiltækar hitamælingar, en staðbundu veðurfarslíkani hefur líka verið beitt svo langt sem sú tækni nær til að endurskapa meðalhita. 

En niðurstaða Box og félaga sem birt var í Journal of Climate seint á síðasta ári, er engu að síður nokkuð athyglisverð.  Skörp hlýnun á milli 1920 og 1930 er í takt við það sem hér var að gerast í hitafari á sama tíma. Kaldi kaflinn sem hófst upp úr 1960 er líka í ágætu samræmi við svipað niðursveiflu á Íslandi og þannig mætti áfram telja.  Ógurlegur vetrarkuldi á níunda áratug 19. aldar var líka hér á landi, og útslagið jafnvel enn meira.

Það eru nokkur atriði á þessari athyglisverðu mynd sem ég vil gera að umtalsefni.

1. Efahyggjumenn um loftslagsbreytingar af manna völdum hafa látið nokkuð með það m.a. út frá þessari mynd að Grænland hafi hlýnað meira og hraðar snemma á síðustu öld en á allra síðustu áratugum, sem dragi úr trúverðugleika þess að hlýnun af mannavöldum sé jafn mikil og af er látið.  Vel má sjá að hækkun vor- og vetrarhitans leggur mest til aukningarinnar snemma á 20. öldinni.  Hækkun hita á þeim árstímum eru utan við leysingartímann og skiptir því í raun ekki máli þegar bráðnunin er annars vegar.   Annars hafa gagnrýnendur nokkuð til síns máls í þessum efnum því náttúrulegar sveiflur okkar slóða á 30-50 ára fresti geta hæglega yfirskyggt lengri tíma (hægfara) sveiflur. 

2. Sveiflurnar í meðalsumarhitanum á milli tímabila eru ótrúlega lítilfjörlegar í samanburði við aðrar árstíðir.  Þekkt er hér á norðurslóðum að breytileiki hita í gráðum talið er minni að sumrinu en annars gerist, en það breytir því ekki að sveiflan frá köldu tímabili til þess sem hlýtt telst er um og innan við 1°C.  Ef við álítum sem svo að þessi gögn endurspegli ríkjandi ástand hvers tíma þokkalega og eru lýsandi fyrir hitafar jökulsins í heild, er bráðnun af völdum leysingar að sumrinu sem rekja má beint til lofthitans e.t.v. minni en almennt er talið.

3. Hausthitinn hækkar á síðustu áratugum og hann rís fyrr en bæði vetrar- og vorhiti.  Hækkaður hiti að hausti gæti bent til þess að leysingatíminn sé heldur lengri en áður var og það hafi áhrif til aukinnar bráðnunar jafnvel þó hita að sumri sýni minni sveiflu.  Hafa ber í huga að leysing jökulíss á sér líka stað í miklum mæli við sólgeislun.  Þá skiptir skýjafar og sót í yfirborðsísnum (t.d. frá mengun) talsverðu þegar meta skal bráðnun. 

4. Hiti uppi á Grænlandsjöklinum er í nánum tengslum við háloftahitann, nánar tiltekið í 700 hPa fletinum.  Þar sem ákveðið samræmi er á milli hitabreytinga á Grænlandsjökli og á Íslandi má ætla að hitafarið hér á landi og þá sérstaklega vetrar- og vorhitinn ráðist af verulegu leyti af háloftkulda yfir Grænlandi.  Það eru í sjálfu sér engin ný sannindi, en fróðlegt engu að síður að sjá þau koma nokkuð skýrt fram á þessum hitalínuritum þeirra Box og félaga.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Einar, vissulega er þetta mjög áhugaverður ferill og ekki að furða að raunsæismenn varðandi loftslagsbeytingar skuli hafa bent á þá staðreynd að það hlýnaði mun meira og hraðar snemma á síðustu öld en á síðustu áratugum, þrátt fyrir að losun manna á CO2 hafi ekki verið nema brot af því sem síðar varð.

Þessi ferill bliknar þó í samanburði við hitaferil sem sýnir lengra tímabil.  Sjá einn slíkan sem settur er í sögulegt smhengi hér. Þar eru instrument mælingar siðustu tveggja alda merktar inn lengst til hægri með rauðu.

Sjá einnig þennan feril sem einnig er fenginn með rannsóknum á GISP2 borholunni á Grænlandsjökli. Í raun sami ferillinn og sá sögulegi.

Sjá gögn hér.

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2010 kl. 07:37

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar efasemdarmenn varðandi loftslagsbreytingar (af mannavöldum) benda á fyrri loftslagsbreytingar (staðbundið í sumum tilvikum) sem einhverskonar rök fyrir því að núverandi loftslagsbreytingar geti tæplega verið af mannavöldum (eða í það minnsta ekki að miklu leiti...).

Annars langar mig að benda á nokkrar færslur af Loftslag.is:

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 09:49

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Já hún er skemmtileg þessi umræða um hlýnun jarðar.

En hætt er við að menn geti ekki talað saman án fordóma á meðan rugludallar eins og Al Gore vaða uppi. Eins er nauðsynleg að banna þegar í stað verslun með losunarheimildir CO. Sú aðferð er einungis til þess fallin að færa peninga til braskara og koma framleiðslugreinum í hendur ríkra þjóða.

 Ef við höfum áhyggjur af mengun þá skulum við einbeita okkur að því að minnka hana, en ekki finna upp nýjar fjármálaafurðir. 

Þegar búið er að fjarlægja brask peningana úr loftlagsrannsóknum þá mun ég hlusta meira.

Mér finnst t.d. málflutningur Loftslag.is ansi Al Göróttur

Sigurjón Jónsson, 16.3.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurjón, vísindin segja okkur að það þurfi að minnka losun kolefnis (vegna þess að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig), það gera vísindin alveg óháð því sem Al Gore eða aðrir ekki vísindamenn hafa um málið að segja. En mér findist fróðlegt að vita, hvað það er sum þú telur að sé efnislega rangt í loftslagsvísindunum, í stað þess að fullyrða um að loftslagsrannsóknir snúist um brask með peninga... Ég auglýsi hér með eftir því að þú (Sigurjón) komir fram með efnisleg atriði sem þú telur að veikji málsstað loftslagsvísindanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 10:36

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Sæll vertu Svalti.

Þakka þér fyrir svarið. Ég sagði ekki það það væri neitt efnislega rangt í loftlagsvísindum. menn eru einfaldlega ekki sammála.

Ég sagði heldur ekki að loftlagsrannsóknir snúist um brask og peninga. En ég benti á að brask og peningar eru að reyna að notfæra sér loftlagsvísindi sér til framdráttar.

Ef loftlagsvísindin falla í þá gryfju, þá verður ekki mikið eftir af vísindunum.

Að veita Al Gore Nóbelsverðlaun er gott dæmi um þetta.

Sigurjón Jónsson, 16.3.2010 kl. 10:54

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hverjir eru ekki sammála og um hvað? Fínt að koma með dæmi...

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 11:10

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig langar, í framhaldi af athugasemd Sigurjóns (#5), að benda á mýtu af Loftslag.is:

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 12:20

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mig langar að vitna í það sem Trausti Jónsson skrifar um hitann í stuttri fróðleiksgrein á Veðurstofuvefnum um Hitabreytingar á Íslandi samanborið við nágrannalöndin:

„Hnattræn hlýnun virðist vera að koma fram hér á landi, en náttúrulegar sveiflur eru þó það miklar að það er alveg á mörkunum að marktækt sé að fullyrða að undirliggjandi hækkun eigi sér stað síðustu 150 árin eða svo.
Hlýnun síðasta áratuginn á Grænlandi er ótrúleg, 11 ára meðaltölin hafa hækkað um meir en 2°C.
Hér á landi er hlýnun yfir aðeins lengra tímabil rúm 1°C.
Á Grænlandi eru náttúrulegu sveiflurnar það stórar að þær geta yfirgnæft umtalsverða hnattræna hlýnun enn frekar en hér á landi.“

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2010 kl. 12:35

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil benda alveg sérstaklega á myndina eða grafið sem Ágúst bendir á í (fyrri) tilvísun sinni. Þar kemur það fram sem menn hafa vitað í meginatriðum í meira en hundrað ár og ég skrifa um í Þjóðmálagreinninni „Að flýta ísöldinni“ (nú á vefsíðu minni), nefnilega að loftslag á jörðinni hefur, þrátt fyrir allar sveiflur verið að kólna og þorna í sex- sjö þúsund ár. Allt brölt „umhverfisverndarsinna“ beinist að því að reyna að flýta þessari þróun, þ.e. að flýta því að Ísland og önnur svæði á norðurslóðum grafist enn einu sinni undir jökul. Það er draumur þeirra og æðsta takmark!

Hugsið um það! 

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2010 kl. 13:16

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, þú ert s.s. að segja að með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni koma ísöld fyrr vegna náttúrulegra breytinga? Þ.a.l. eru rök þín að gróðurhúsalofttegundir hafi bein áhrif á hitastig, eftir því sem ég get best séð...sem er nákvæmlega það sem vísindin eru að segja okkur, óháð öllu "brölti umhverfisverndarsinna".

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 13:46

11 identicon

Það sem alvarlegast er að heilu stöðuvötnin eru farin að myndadst á toppi Grænlandsjökuls og grefur vatnið sér göng (ekkert ósvipað og gerist í Gígjökli), í gegnum jökulinn en frýs ekki neðst, heldur brýtur heilu hellurnar af jöklinum.

Horfðu á fræðslu þáttinn HOME sem Luc Besson framleiðir þar sem bæði Ísland og Grænland kemur mikið frameiðir þáttinn:

http://www.youtube.com/watch?v=jqxENMKaeCU&feature=channel

Sendu mér svo meil þegar þú ert búin að horfa á þáttinn og segðu mér þitt álit;o)

kær kveðja,

Ólafur

Ólafur Kr. Sveinsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:53

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég gleymdi raunar í fyrri athugasemd að benda á að allt þeirra brölt er gjörsamlega út í hött. Jörðin og náttúran er einfaldlega miklu, miklu, miklu stærri og flóknari en mennirnir munu nokkurn tíma geta skilið. Gróðurhúsamenn vanmeta stórkostlega hina gífurlegu stærð gufuhvolfsins og þeir gleyma undirstöðuþáttum eins og koldíoxíð- upptöku jurtanna. Og eitt aðtriði enn, sem ég hef ekki nefnt áður, en er mjög vanmetið: Hvað með alla sveppina? Ég er ekki að grínast. Á jörðinni eru ótaldar trilljónir trilljónir sveppa, alls ein og hálf milljón tegunda sem allir framleiða koldíoxíð, en langflestir sjást aðeins í smásjá. Þeir eru ein meginundirstaða lífsins í hafdjúpunum og eru einnig bókstaflega alls staðar í lífinu á þurrleninu. Ég hef hvergi séð yfirlit yfir allt það gífurlega magn koldíoxíðs sem frá sveppagróðrinum kemur, en menn þekkja koldíoxíðframleiðslu þeirra m.a. á loftbólum í brauði og ostum. Sömuleiðis þegar vín (og etanól) er bruggað. Af hverju talar enginn um þetta? Yfirleitt efa ég stórlega að nokkur veruleg aukning hafi orðið og að tölur um koldíoxíð á fyrri öldum séu réttar. Koldíoxíðhringrásin er einfaldlega miklu, miklu stærri og flóknari en svo að mennirnir geti haft þar nein afgerandi áhrif. En ef brölt mannanna hefur einhver áhrif til hlýnunar, ber að fagna því. Því miður bendir fátt til þess.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2010 kl. 14:00

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, ég átta mig ekki enn á rökum þínum. Hafa gróðurhúsalofttegundir, að þínu mati, áhrif á hitastig? Þú ferð út og suður í þínum rökfærslum...

Að mati þeirra sem rannsaka þessi fræði, þá þykir ljóst að sú aukning sem orðið hefur í andrúmsloftinu frá iðnbyltingu sé af mannavöldum, sjá Mælingar staðfesta kenninguna

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 14:12

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eftir djúpar vetrarpælingar og lestur viðurkenni ég að hlýnunasinnar hafi rétt fyrir sér í meginatriðum. En af þessu leiðir ekki að maður taki undir allt það pólitíska þvarg sem oft fylgir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2010 kl. 15:10

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Maður verður að ákveða það með sjálfum sér, hvaða pólitíska þvargi maður vill taka þátt í, en vísindin eru nokkuð ljós í þessum efnum. Persónulega hef ég ekki gert upp hug minn um hversu langt ég væri til í að ganga í pólitísku því pólitíska þvargi sem oft fylgir þessari umræðu.

Sigurður, er þá óhætt að bæta þér í hóp "okkar hlýnunarsinna"?

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 15:23

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"The climate world is divided into three: the climate atheists, the climate agnostics, and the climate evangelicals. I'm a climate agnostic... The spirit of science is the spirit of enquiry, of questioning".

   -- Svo mælti Jairam Ramesh umhverfisráðherra Indlands í viðtali í Wall Street Journal 8. mars síðastliðinn.


Ágúst H Bjarnason, 16.3.2010 kl. 15:56

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Svatli. Ég er kominn út úr skápnum en ætla að halda ýmsum kenjum og sérvisku!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2010 kl. 16:12

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gott mál Sigurður, velkominn í hópinn, ég held að þér sé alveg óhætt að halda þér við kenjar og sérvisku áfram, enda gefur það lífinu lit

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 16:18

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Getum við kannski skipt „loftslagssinnum“ í þessa þrjá hópa: Kólnunarsinna, hlýnunarsinna og volgnunarsinna?

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2010 kl. 17:20

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ágúst kom með alveg prýðilegt orð um okkur, sem efumst um gróðurhúsatrúna, nefnilega „raunsæismenn“. Náttúran er, sem fyrr sagði, miklu stærri og flóknari en við mennirnir getum skilið. Vafalaust hefur brölt mannanna einhver agnar, agnar, agnarlítil áhrfi á loftslagið. Til dæmis getur hiti frá stórborgarsvæðum haft dálítil staðbundin áhrif á veðurfar á litlu svæði. Gufuhvolfið er hins vegar svo stórt og brölt mannanna í rauninni svo lítlfjörlegt í því samhengi að það getur engu höfuðmáli skipt. Menn ættu til dæmis að hafa í huga að sólin hitar jörðina úr alkuli um ca. 300 gráður á hverjum degi án þess að nokkur veiti því minnstu eftirtekt. Minnsta breyting á geislun frá henni getur haft gífurleg áhrif á allt loftslag jarðar. Hvort koldíoxíð, sem er aðeins 0.038% gufuhvolfsins, hafi aukist um einn part af hverjum tíu þúsund, eins og gróðurhúsamenn halda fram að hafi orðið síðan fyrir iðnbyltingu, er óskaplega lítill og léttvægur þáttur í öllu þessu flókna sigurverki.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.3.2010 kl. 17:48

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem vakti athygli mína, sem leikmanns í seinna grafi Ágústar var þessi toppur sem kenndur er við Minoan. Þ.e. eldgosið á Santorini um 3000 fyrir krist minnir mig. Sprenginging sem var sex sinnum Krakatá eða svo. (eitthvað sem senniloega liggur að baki mörgum mýtum í gamla testamentinu).   Það er augljóst að þessi umbrot ullu þessari hækkun, en þá er spurningin: Hvað veldur hækkun, þegar engin slíkar áþreifanlegar hamfarir eru í gangi?  Þegar fjallað er um hækkun hitastigs í sögulegu samhengi, er líklegast vert að nefna þá atburði, sem tengjast hækkuninni. Loftsteinar, Eldgos, eða hvað menn hafa.  Skortur á slíkum feiknum nú ætti að í það minnsta að vekja menn til umhugsunnar um hvað valdi?   Sólblettir?  Hvar kennir þeirra svo drastískt annarstaðar í sögulegu samhengi? Beats me.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 17:50

22 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég tel að það sé raunsætt að hlýða á það sem vísindamenn hafa um málið að segja og þeir eru nokkuð sammála um að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig og ekki hafa fundist góðar skýringar þess efnis að sólin (styrkur hennar hefur frekar farið minnkandi á síðustu áratugum) sé aðaláhrifavaldur. Þess má geta að vísindamenn eru þess afar meðvitaðir um fyrri loftslagsbreytingar, áhrif sólar (m.a. með beinum mælingum, sólblettir hafa t.d. verið í lágmarki á síðustu árum), áhrif eldgosa og fleirri þátta sem hægt væri að nefna. Samt sem áður eru þeir lang flestir á því að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi bein áhrif á hitastig jarðar og þar með á loftslagið. Mér finnst alltaf hálf undarleg rök að nefna það sem vísindamenn eru mjög meðvitaðir um (jafnvel snúa því á haus, eldgos valda að öðru óbreyttu lækkun hitastigs) sem  dæmi um að ekki sé að marka fræðin...eða þá að telja náttúruna svo flókna og stóra að það sé ekki fært okkur mönnum að ná einhverskonar skilningi á henni...afar undarlegt rök...

Svo ég segi nú mína skoðun, þá finnst mér "raunsæismenn" ekki lýsa þeim vel sem afneita eða efast um stóran part loftslagsvísindanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 18:12

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fróðlegur pistill á bloggi Jóhönnu: Hide the decline and rewrite history?  

http://joannenova.com.au/2010/03/hiding-a-different-decline-and-rewriting-history/

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2010 kl. 11:15

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jóhanna þessi virðist vera stórskvísa sem er tilbreyting frá þessum stútungskörlum sem alltaf eru að spá í veðrið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2010 kl. 12:14

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar í loftslagsmálum nú um stundir... Mig langar að benda á að það er lang best að skoða það sem þeir sem stunda rannsóknir og skrifa vísindagreinar hafa um málið að segja, Jóhanna er ekki þar á meðal.

Hér undir má lesa ýmislegt um Joanne Nova og hennar "sérfræðiþekkingu" á loftslagsvísindum og tengsl við m.a. Heartland Institute:

joanne-nova

Joanne Nova

Background

Joanne Nova holds a Bachelor of Science degree in microbiology from the University of Western Australia.  She also has a Graduate Certificate in Science Communications from the Australian National University.  After graduation, Nova joined the Shell Questacon Science Circus, a Shell-sponsored program that employs university students to travel around Australia teaching interactive science programs to children.  Currently, Nova works as a professional speaker, the Director of Science Speak, and the writer and creator of the blog, JoNova.

Joanne Nova and Global Warming

Joanne Nova is a self-proclaimed climate change skeptic who declares that science has disproved the theory of anthropogenic global warming (AGW). Nova's most notable work in the area of climate change is the controversial document, "The Skeptic's Handbook." 

Read is a take on Joanne Nova's Skeptic's Handbook.

Mistakenly Referred to as a Climate Change Expert

Although Joanne Nova has not published any research in peer-reviewed journals, she is often presented as an expert in the area of climate science.  For example, Fred Singer's Science & Environmental Policy Project mistakenly described Joanne Nova as holding a PhD in meteorology. 

Furthermore, Nova has been a speaker at the Heartland Institute's International Conference on Climate Change where she is listed as one of several specialists on the issue of global warming.  In 2009, she gave a presentation entitled, "The Great Global Fawning: How Science Journalists Pay Homage to Non-Science and Un-Reason." 

Joanne Nova has also given presentations for the Competitive Enterprise Institute (CEI) and the Cooler Heads Coalition.  The Cooler Heads Coalition is run by CEI and its mission is to "dispel the myths of global warming by exposing flawed economic, scientific, and risk analysis."  Members of the coalition include conservative think tanks such as FreedomWorks (formerly Citizens for a Sound Economy), the Heartland Institute, Frontiers of Freedom, the George C. Marshall Institute, JunkScience.com, the National Center for Policy Analysis, and the Fraser Institute.

The International Climate Science Coalition (ICSC) lists Ms. Nova as a "qualified endorser" of the Manhattan Declaration.  The ICSC defines a qualified endorser as an individual that is "well-trained in science and technology or climate change-related economics and policy."

Science Speak

Science Speak is a business run by Joanne Nova and David Evans.  It describes itself as a "scientific modeling and mathematical research company, and we speak about some science issues."  The website, however, is almost entirely dedicated to the issue of global warming and yet fails to provide any examples of current projects or areas of research. Furthermore, Science Speak does not accredit Nova with any of its research in the area of global warming.  In fact, with the exception of "The Skeptic's Handbook", Nova's written commentary on the failures of science communicators and journalists on the issue of global warming has been relatively limited to her personal blog.

Nova and Protesting the UN Framework Convention on Climate Change

In 2007, the Heartland Institute arranged for and funded a group of scientists to be sent to Bali to challenge and protest the annual conference of the parties to the UN Framework Convention on Climate Change.  Included in this team of "scientists" was Joanne Nova.  Other members of the group included Christopher Monckton, Vincent Gray, Will Alexander, and David Evans

The group's activities attracted media coverage from outlets such as Fox News, Rush Limbaugh's radio show, and the Drudge Report.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 12:52

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jóhanna er samt heilmikil skvísa þó hún sé kannski bullukolla!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2010 kl. 13:53

27 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hún ber langt af, bæði í útliti og innræti af allra háværasta gróðurhúsamanninum og páfa og helsta kennimanni hjá Loftslag.is, stjarneðlisfræðingnum James Hansen, sem vill láta lögsækja og fangelsa okkur sem ekki tökum mark á gróðuhúsa- steypunni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.3.2010 kl. 14:01

28 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

James Hansen sagði:

Special interests have blocked the transition to our renewable energy future. Instead of moving heavily into renewable energies, fossil fuel companies choose to spread doubt about global warming, just as tobacco companies discredited the link between smoking and cancer. Methods are sophisticated, including funding to help shape school textbook discussions of global warming.

CEOs of fossil energy companies know what they are doing and are aware of the long-term consequences of continued business as usual. In my opinion, these CEOs should be tried for high crimes against humanity and nature.

But the conviction of ExxonMobil and Peabody Coal CEOs will be no consolation if we pass on a runaway climate to our children. Humanity would be impoverished by ravages of continually shifting shorelines and intensification of regional climate extremes. Loss of countless species would leave a more desolate planet.

Vilhjálmur - magnað að þú skulir taka þessi orð til þín

Höskuldur Búi Jónsson, 17.3.2010 kl. 16:34

29 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hann hefur ítrekað þetta við ýmis tækifæri og alls ekki alltaf verið að tala sérstaklega um forráðamenn orkufyrirtækja.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.3.2010 kl. 19:58

30 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

... og á ég að taka orð þín fyrir því eða ætlarðu að benda mér á heimild fyrir þessu?

Höskuldur Búi Jónsson, 17.3.2010 kl. 20:54

31 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

P.S. þessi orð Hansen birtust í gestapistli á heimasíðunni Grist, í júní 2008: http://www.grist.org/article/twenty-years-later/

Höskuldur Búi Jónsson, 17.3.2010 kl. 21:05

32 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, ég tel að þú sért að setja þig á ansi háan hest. James Hansen er örugglega að hugsa um stærri fiska en þig, enda ertu peð í þessari umræðu og hefur varla tök á eigin rökfærslum í gróðurhúsaumræðunni. Þ.a.l. held ég ekki að þú þurfir að hafa áhyggjur af fangelsisvist fyrir þessar skoðanir þínar... Þeir sem hugsanlega þyrftu að hafa áhyggjur, ef við eigum að taka orð James Hansen bókstaflega, eru einhverjir sem setja sig í spor sérfræðinga (sem þeir ekki eru) og fara vísvitandi með ósannindi um vísindin.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 1786851

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband