Gosmökkurinn á 1. degi gossins

Gosmökkurinn upp úr gíg Eyjafjallajökuls kom fyrst fram á ratsjármynd á tíunda tímanum í morgun, en skömmu fyrir kl. 07 í morgun höfðu flugvélar séð fyrstu bólstrana rísa upp úr skýjabreiðunni.  Á meðan gosið er að bræða af sér ísinn gufar upp mikið vatn og mökkurinn er að mestu hrein vatnsgufa.  eftir því sem vatnsþrýstingurinn minnkar eykst hlutur gosefna og mökkurinn fær á sig gráleitari blæ.

Á MODIS-mynd sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Íslands sneið til og er frá því kl. 12:35 er gosmökkur til austurs frá Eyjafjallajökli vel sýnilegur.

eyja14042010ljos.png

 

Á sömu MODIS mynd er átt við liti þar sem ský skera sig greinilega frá snjó.  Álitið er að gosmökkurinn hafi náð um 7-9 km hæð.  Ólíklega hefur hann enn sem komið er náð hærra og þá ekki upp fyrir veðahvörfin upp í heiðhvolfið.  Með ákveðinni gerð ratasjármynda má áætla toppa skýja, en þó alls ekki nákvæmlega.

picture_1_981238.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðja myndin er nýrri MODIS-mynd og fengin af vef Veðurstofunnar og tekin um einni og hálfri klst. síðar en hin fyrri eða kl. 14:25 (hún er merkt 14:05, en ég er nokkuð viss um að réttur tími sé 14:25).  Þá má sjá að mökkurinn hefur borist langt á haf út og stefna er orðin meira austlægari í stað þess að vera  norðaustlægur.  Gráminn austan við skýjabólstrana kann að vera aska sem þarna kemur fram. Í raun er það nokkuð sennilegt, en þyrfti engu að síður að fá staðfest með athugunum af jörðu niðri. Vindur í um 5 til 7 km hæð var SV-stæður fyrr í dag, en snerist til V-áttar og jafnvel VNV um tíma.  Um leið hvessti og er vindur á þessum slóðum nú um 30-40 m/s í þeirri hæð. Það hefur í för með sér að gufa og gosefni sem berst upp úr Eyjafjallajökli eru ekki nema um eða innan við 2 klst að berast þessa leið sem tunglmyndin sýnir. Útlit er fyrir að áfram verði álíka vindstyrkur af V í kvöld og nótt. 

100414_1405.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 1786727

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband