Fyrstu dagar gossins í Eyjafjallajökli 1821

ththor.pngÍ bókahillu hjá mér rekst ég á bók Þorvaldar Thoroddsen, okkar merka náttúrufræðings og frumherja í skráningu náttúrufars landsins. Hún er skrifuð á dönsku og er yfirlit um eldgosasögu Íslands, Oversigt over de islandske Vulkaners Historie. Útgáfuár er 1882.   Ágætis kafli er um Eyjafjallajökulsgosið 1821-1823 og helstu heimildir sínar hefur Þorvaldur úr Klausturpóstinum og af blöðum sjálfs Jónasar Hallgrímssonar.  Þar segir m.a.

 

“Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember  1821.  Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki.  Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum.  Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega.  Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum.  Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum  liðnum.  Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu.”

Í lok júní hófst öskufall að nýju og þá einkum undir Eyjafjöllum, segir Þorvaldur.  Gosinu lauk ekki að fullu fyrr en í ársbyrjun 1823.   Í febrúar sama ár gaus litlu gosi á Síðumannaafrétti, norðaustur af Kaldbaki. Reykjarbólstrar sáust úr byggð og öskufalls varð vart.  Katla rumskaði síðan 26. júní eða um hálfu ári eftir að gosinu í Eyjafjallajökli lauk.

Í gosinu þá var tilfinnanlegt öskufall  7 til 8 fyrstu daga gossins.   Fróðlegt verður að sjá hvernig gosið nú í toppgíg Eyjafjallajökuls kemur til með að þróast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 1786581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband