Fáum við spurnir af öskufalli í S-Skandinavíu í kvöld ?

Í Öskjugosinu 1875 féll aska í Helsinki.  Það gos var reyndar sprengigos af stærri gerðinni.  Hefði ég verið spurður í upphafi þessa goss hvort ég teldi að gjóska myndu berast víða hefði ég sagt það ólíklegt.  Mynd MODIS frá því í hádeginu og Ingibjörg Jónsdóttir hefur lagað til er farin víða.  Önnur MODIS mynd frá því kl. 13:30 sýnir gjóskugeirann mjög greinilega og ekki annað að sjá en sýnileg óhreinindi í lofti séu komin allt að vesturströnd Noregs.

MODIS_15042010 kl13:30.png

Skotvindurinn í háloftunum, eða öllu heldur kjarni hans hefur meira og minna legið um Ísland og áfram til ASA yfir Atlantshaf.  Hvass vindurinn á bæði þátt í því hvað gjóskuskýið nær langt og eins líka hversu dreifingin í allar áttir er í raun lítil.  Hægari vindur hefði bæði gert það að verkum að mökkurinn hefði risið hærra og eins hefði geisli geirans orðið víðari ef svo mætti segja.  

Afar athyglisvert, hvernig sem á það er litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Klukkan þrjí í gær Miðvikudag bárust spurnir af ösku a bílum í Ski, sem er að mig minnir suð-austur af Osló.  Hér er frétt um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 01:23

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta átti auðvitaðað vera á fimmtudag kl. 15:00

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband