Annar dagur með öskufjúki

Undir Eyjafjöllum 2. júní / mbl.is Eggert JóhannessonMargir eru nú farnir að bíða eftir vætutíð til að hefta öskumorið og koma þannig í veg fyrir fjúk.

Lítilsháttar úrkoma í fyrradag í Mýrdal og undir Eyjafjöllum má sín lítils og fljótt að þorna á þessum árstíma sé loftið þurrt.  Komin er aftur þessi hvimleiða ASA-átt undan Suðurströndinni eins og meðfylgjandi HRAS-spákort sýnir og gildir kl. 12 í dag, 3. júní.  Þó ekki sé verulega hvasst þarf nánast bara smágjólu til að þyrla rykinu upp.  Á Steinum undir Eyjafjöllum eru 8-10 m/s.  Svipað við Hvamm og Markarfljótsbrú og þessum vindstyrk er spáð í allan dag. Ef eitthvað er þá færist hann í aukana.  

Spáð er rigningu ofan í þetta með kvöldinu, reyndar bara minniháttar.  Þangað til má gera ráð fyrir talsverðu öskufjúki sem berast mun yfir lágsveitir Suðurlands, Suðurnes og í áttina til Höfuðborgarsvæðisins, yfir Hvalfjörð og jafnvel einnig Borgarfjörð.

Á myndinni sem fengin er af mbl.is og tekin af Eggerti Jóhannessyni í gær, má greina ryksveip undir Eyjafjöllum.  Veður í gær var gott, lygnt og ekki öskufjúk að nokkru ráði, en aðeins smá golu þarf á sumardögum til að rykstrókar sem þessi komi fram. 

 

HRAS spá 3km gildir 3. júní 2010 kl. 12

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Hér á Selfossi sjáum við öskumistrið læðast yfir. Frekar leiðinlegt. 

Þórhildur Daðadóttir, 3.6.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband