Þessi Meris-mynd frá því í hádeginu frá Ingibjörgu Jónsdóttur sýnir vel útbreiðslu öskufjúksins yfir Suður- og Suðvesturland. Það er strekkingur af A og SA syðst á landinu og á Stórhöfða voru um 20 m/s fyrir skemmstu. Segir allt sem segja þarf og ekki er af sökum að spyrja, rykið og morið fýkur auðveldlega. Ég þreytist ekki á að minnast á þátt jökulleirsins í þessu, úr farvegi Markarfljóts sem situr þarna afar þurr og fínn frá upphafsdögum gossins.
Skyggni í Reykjavík var í flugvallarathugun gefið 6 km kl. 14 og og ekki sér lengur til sólar nú þegar er 18 stiga hiti í höfuðborginni. Mökkurinn í dag nær upp í Borgarfjarðardali, það sé ég sjálfur með eigin augum.
Það versta er að margboðuð væta á sunnudag er á undanhaldi, aðeins skúrir eða smá rigning skv. nýjustu spám.
VIÐ ÞURFUM RIGNINGU Í NOKKRA DAGA sem nær að bleyta vel í jarðveginum og binda betur öskuna.
Flokkur: Fallegar myndir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta beinir huga manns að því máli, að maður fær ekki betur séð en úrkoma fari minnkandi hér á skerinu? Ég hef oft minnst á rigningarsumarið 1955, en þá rigndi, að mér fannst allavega, sérlega mikið og hefði verið gott að fá eitthvað af þeim ósköpum núna til að skola drullunni úr Eyva burtu!
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 15:15
Sumarið 1955 var nú eiginlega hamfarasumar fyrir sunnlenska bændur þó ekki væri það vegna öskufalls.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2010 kl. 16:37
Sæll Einar.
Já við þurfum skýfall í 3 daga,
það væri ágætt , allra hluta vegna.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 17:18
Einar, má ekki með góðum árangri nota garðaúðara með fínni úðun upp við opna glugga til að hreynsa loftið? ég er mjög viðkvæmur fyrir ryki. tilraunin hefur verið í gangi hjá mér í nokkrar klukkustundir. mér finnst hún bæta loftið. kv. þþ
ÞÞ (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.