Kvöldblíða suðvestanlands

Ég kom í bæinn í dag eftir nokkurra daga ánægjulegt ferðalag.  Þvílík veðurblíða sem tók á móti manni.  Í kvöld var nánast staflogn og lækkandi sólin brennheit.  Fólk á ferli úti um allt og flestir brosandi út að eyrum yfir þessari dásemd.

Hlýjast var undir kvöld en kl.19, sýndi mælirinn á hjá Veðurstofunni tæpar 20°C.  Það þýðir að hámark dagsins varð eftir að hámark dagsins var lesið kl. 18 ! Svona kvöldhámörk eru ekki algeng, en koma þó stundum fyrir. Kl. 21 var hitinn síðan rúmlega 17 stig, en það er í takt við þetta góðviðrissumar að þvílíkur kvöldhiti hefur tvisvar fyrr í sumar (24.júní og 17. júlí).  

Það vakti athygli mína að ekki lagði ilm af grillkjöti um hverfið að þessu sinni þrátt fyrir veðrið.  Kannski flestir séu orðnir mettir af þess háttar góðmeti, enda margir fínir dagar gefist í "grillveður".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta var sérstaklega gott veður. Um daginn var hægviðri dálítið skýjað og því sérstaklega gott veður til lengri gönguferða. Leyfi mér að vísa á blogg mitt: Ánægjulegar breytingar. Er þar vikið að breytingum í náttúru nánasta umhverfis okkar sem verða vegna breyttra viðhorfa varðandi sauðfé sem og bættu veðurfari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.8.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 1788406

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband