6.11.2010
"Vonskuveður og mikill snjóbylur"
Mér fannst hún nokkuð kúnstug þessi mynd Hafþórs Hreiðarssonar sem birt var á mbl.is af opnun mikillar samgöngubótar um Hófaskarðsleið á Sléttu. Fyrirsögnin sagði að vonskuveður hafi verið við opnunina þegar klippt var á borðann. Sjá má herramenn í drifhvítum frökkum. En var veðrið svo vont sem fréttin gefur til kynna og var sannkallaður snjóbylur þegar skærin voru munduð ?
Nei segi ég. Rétt fyrir hádegi í dag gekk þarna á með éljum og vindur var vart meiri en 6-7 m/s af vestri. Við verðum að gæta að árstímanum, komið er fram í nóvember. Eins hvar á landinu hinn nýi vegur er. Kalsaveður og él af hafi er hið venjubundna veður um norðaustanvert landið að vetrinum. Í dag var hvorki betra, né verra en búast má við á þessum árstíma. V- og NV-áttin verður þarna oft miklu mun harðari og snjókoman blindari í nóvember en menn upplifðu þarna í dag. Vissulega gerir líka oft fallega stilludagaa með frosti á þessum árstíma, en slíkt veðurlag var einfaldlega ekki í boði í dag. En hvað sem öðru líður er allt tal um vonskuveður og snjóbyl talsverðar ýkjur að mínu mati !
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Fekari upplýsingar um veginn og opnunina í dag hér á vef Vegagerðarinnar.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 7.11.2010 kl. 11:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi mynd af snjóköllunum þremur er alveg frábær.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.11.2010 kl. 01:12
Mér finnst þetta leiðindatíð sem er að fara með árshitann í vaskinn! Nokkuð oft eru líka hlákur og sæmileg hlýindi á þessum árstíma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2010 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.