Bannvænir skýstrókar í Bandaríkjunum

screen_shot_2011-06-22_at_8_46_43_am.pngTalið er að um 1.200 skýstrókar hafi látið til sín taka í Bandaríkjunum í ár (2011) og 4 þeirra hafa flokkast í efsta flokki Fujita-kvarðans eða í EF-5.  Öflugustu skýstrókarnir valda yfirleitt manntjóni þegar þeir fara yfir byggð svæði, nú síðast í Joplin í Missouri fylki þar sem a.m.k. 125 manns fórust sl. sunnudag.  Seint í apríl gekk fjöldi skýstróka yfir í Alabama með miklu manntjóni og fyrr í mánuðinum í Kansas.  Ætla má að þegar hafi um 500 manns látið lífið í þessum náttúruhamförum og eyðileggingin er vitanlega gríðarleg.  Skýstrókar herjuðu á Sléttunum í miklum mæli árið 1953.  Þá var manntjón enn meira en nú. Tornados eða skýstrókar eru án efa mannskæðustu veðurkerfin eða veðurfyrirbærin sem um getur. 

Skýstrókar eru engin venjulega veðurfyrirbæri og síður en svo auðskilin. Þeir fylgja oftast ofur-skúraskýjum (e.supercells) sem myndast við samspil á mjög hlýju og röku lofti af hafi úr suðri og háloftakulda úr norðri í lok vetrar.  Þess vegna er tíðni öflugra skýstróka mest í apríl og maí.  Vegna þess hvað skýstrókar eru litlir um sig samanborið við önnur veðurkerfi gengur fremur illa að spá þeim, en betur með líkindaspám út frá staðsetningu þessar ofur-skúraskýja.  En oft eru þá stór landsvæði undir í einu.

Hér er mynd sem ég tók að láni héðan.  Á þessari síðu er að hafa ýmsan fróðleik um skýstróka í Bandaríkjunum á myndrænan og auðskilin hátt fyrir þá sem tök hafa á enskunni.

Það sem á sér stað þegar skýstrókur nær til jarðar er eftirfarandi:

screen_shot_2011-06-22_at_9_29_21_am.png

1.  Hlýtt og rakt loft rís frá jörðu og dregst inn í stórt skúraskýið.

2.  Snúningur vindáttar og breyting á vindhraða leiðir til þess að uppstreymið verður kröftugt í spírallaga brautum sem myndar sveip inni í skýjakerfinu miðju.

3.  Trekt myndast undir sveipnum þ.e. skýstrókurinn sjálfur og nær til jarðar.

4.  Loftið í trektinni snýst á ógnarhraða til að keyra upp loft sem sveipurinn ofar sogar til sín.

 

Takið eftir því hvernig hlýtt loft neðantil og kaldara ofar koma við sögu og samspilið þarna á milli knýr uppstreymið.

 

Það hefur verið talsverð umræða um það vestur í Bandaríkjunum að La-Nina sveiflan í Kyrrahafinu sé sökudólgurinn að þessar miklu skýstrókavirkni í vor.  Sýnist sitt hverjum og bent hefur verið á að þó La-Nina sveiflan hafi verið öflug fyrr í vetur lauk útslagi hennar nokkuð skyndilega um og upp úr áramótunum.  Engu að síður er talið að stóra lofthringrásin á norðuhveli mótist enn af öflugum La-Nina frá því snemma í vetur.  Sjálfur tel ég t.a.m. að þrálátur kuldinn úr vestri hér á landi tengist að einhverju leyti þessaria umtöluðu sveiflu í Kyrrahafinu. Hvða þá í N-Ameríku sem er nær beinu áhrifasvæði La-Nina / El-Nino sveiflunnar.

En álitið er að mikil skýstrókavirkni megi einkum rekja til þriggja þátta sem eru þó samhangandi að sumu leyti:

  • La-Nina fyrr í vetur, veldur því að vestanverður skotvindurinn (e.jet stream) í háloftunum liggur heldur sunnar en að jafnaði.  Eykur hitamun N/S  á Sléttunum miklu og þar í grennd.
  • Mikill snjór í vetur langt til suðurs í Mið-vesturfylkjunum hefur gert það að verkum að loftið í neðri lögum er fyrir vikið kaldara fram á vorið en það væri annars.  (Snjóþyngslin tengjast La-Nina).
  • Yfirborðshiti í Mexíkóflóa er um 1.0 - 1.5°C hærri en venjulega.  Hlýindin með tilheyrandi raka úr suðri virka sem olía á eld óstöðugleikans í loftinu norðar þar sem það kemst í návígi við kalda loftið í norðri. 

Eldra innslag frá mér um svipuð mál hér.

Einnig svar Haraldar Ólafssonar sem komið er til ára sinna á Vísindavefnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, svona skýstrokka ætti skilyrðislaust að banna enda eru þeir bannvænir! Fróðlegt að fá þessar skyringar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband