24.8.2011
IRENE spáð sem 3.stigs fellibyl
Síðasta sólarhringinn hefur IRENE færst mjög í aukanna og er spáð að nái styrk 3. stigs fellibyls síðar í dag. Þetta koma í ljós m.a. þegar sleppt var veðurkanna niður í auga bylsins og greindi hann loftþrýsting í miðju hans 966 hPa. Nú er spáð mesta vindi yfir 100 hnútum (ca 51 m/s), sem í mínum huga greinir stóra fellibyli frá þeim sem minni eru. Bylurinn er nú þegar búinn að valda nokkru tjóni á Poerto Rico, en stefnan er nú á Bahamaeyjar. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir á IRENE gangi á land skv. reiknuðum spám fellibyljamistöðvarinnar á Miami, en hann muni samt "sleikja" austurströnd Bandaríkjanna næstu daga og valda heilmiklu fári næstu daga. Ekki síst þaðr sem litlu má muna að IRENE geti haft mun meiri áhrif þar.
Tunglmyndin er af bylnum og frá því í gær. NASA Goddard/MODIS Rapid Response Team.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 25.8.2011 kl. 08:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heitir fyrirbrigðið ekki "Irene"?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 21:28
Vissulega Þorkell ! Þú hefur vissulega ætíð augun opin.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 25.8.2011 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.