5.9.2011
Kvöldskúr í Tungunum
Sigurður Hjalti Magnússon á Högnastöðum í Hrunamannhreppi sendi mér þess skörpu mynd sem tekin var kl. 20:35 í gærkvöldi (4. sept).
Þær voru einmitt nokkuð síðbúnar síðdegisskúrirnar á Suðurlandi í gær. Sólin lægra á lofti en um mitt sumar og þar með minni kraftur í uppstreymi til myndunar skúrskýja. Í gær, eins og rakið var í síðasta pistli, var tiltölulega hlýtt loft í lægri lögum, en heldur kaldara ofar og slíkt ástand hjálpar til við skúramyndun.
Þessi skúr í kvöldsólinni í Biskupstungum er skýrt afmörkuð. Myndin er tekin ofan við Haukholt í Hrunamannahreppi. Bærinn fyrir miðri mynd er að ég held Hjarðarland og Stekkholt þar handan við í miðri skúrinni. Gufustrókarnir frá Syðri-Reykjum eru þarna til vinstri.
Getið var um úrkomu í grennd í veðurathugun á Hjarðarlandi kl. 21 og við vitum nú nákvæmlega hvar sú grennd var séð frá athugunarmanni af hlaðinu á Hjarðarlandi !
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 1788778
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.