Haustvísa

skagafjordur_1111851.gif

Á þessum árstíma hef ég stundum kosið að vekja upp stemmingu haustsins með vel völdum kvæðum með ríku myndmáli þeirra árstíðabrigða sem ganga yfir um þetta leyti. Sjá t.d. hér og hér.   Hannes Pétursson orti kornungur Haustvísu og birtist í fyrstu ljóðabók hans árið 1955 sem bar heitið Kvæðasafn. 

Myndin sýnir Blönduhlíðarfjöll í Skagafirði. Hver veit nema að Hannes Pétursson hafi haft heimahagana í huga þegar hann yrkir um fölnaða stör og nið frá ótilgreindri á ?

 

Haustvísa

Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni ...

Hannes Pétursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hannes er eiginlega meira en snjall ef það er hægt. Hann er gríðarlega vandvirkur og nostrar við ljóðin sín. Í bókinni Innlönd (1968) er m.a. þessi Veðurvísa:

Í nótt fer stormurinn geyst, hinn grályndi jötunn.
Gjallanda rómi stikar hann eftir hjörnum
og smalar loftin, safnar skýjunum saman
í svartleita hjörð sem treður á öllum stjörnum.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 16:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi "haustvísa" er af Baggalút.is

Drulluskíta helvískt haust,
hata ekkert fremur.
Djöfuls ömurð endalaust,
allar vonir kremur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2011 kl. 17:30

3 identicon

Þú ert greinilega smekkmaður á ljóðlist, Gunnar Th.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 18:42

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Baggalútur klikkar ekki!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.9.2011 kl. 19:23

5 identicon

Svona menn eiga ekki skilið að kunna skil á bragreglum. Út með baggalút. (Hvað er það annars)

sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 08:56

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigrún, hvað er rangt við baggalútsvísuna, bragreglulega séð?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 1786815

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband