6-11 daga spįr(4) - yfirferš

Um lišna helgi var lęgš allsrįšandi hér viš landi.  Hśn hringsólaši ķ į fjórša sólarhring meš SA-įtt og śrkömusömu vešri sunnantil allt žar til ķ dag. Spįin var gerš aš kvöldi 15. september og viš fyrstu sżn viršist hśn hafa veriš į allt ašra lund. En skošum hana eins og įšur og ég reyni aš gefa stig sbr. hér aš nešan:

3 stig. Spįin gekk eftir ķ öllum ašalatrišum.  Į žaš viš um stöšu vešurkerfa, vindįtt į landinu og einnig žann breytileika vešurs eftir landshlutum sem spįin gat til.  

2 stig. Spį gekk eftir aš sumu leyti, en öšru ekki.  Staša vešurkerfa er a.m.k. ķ įttina og hitafar meš žeim hętti sem spįin gaf til kynna.  Vindįtt var e.t.v. ekki sś sama eša greinileg tķmahlišrun vešurkerfa. 

1 stig. Ekki hęgt aš segja aš spįin hafi ręst og flest meš öšrum hętti, en žó a.m.k. einn tilgreindur vešuržįttur eitthvaš ķ įttina (staša kerfa, vindįtt, hiti eša śrkoma).

0 stig. Vešur nįnast alger andstęša spįrinnar aš flestu eša öllu leyti. 


Mišvikudagur 21. september:

Lęgš veršur į leiš til austurs fyrir sunnan landiš meš A- og NA-įtt og rigningu um sušaustan- og austanvert landiš. Vestantil rofar til.  Fremur milt ķ vešri.

110921_1200.pngKlįrlega NA-įtt og lęgš į leiš til austurs eša öllu heldu til noršausturs fyrir sunnan landiš.  Einnig fremur milt ķ vešir og bjart vestanlands.  Rigningin austan- og sušaustanlands var um nóttina, en lagašist mikiš um og upp śr mišjum degi.  Žetta sķšasta dregur nišur annars įgęta spį og 2 stig. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur 22. september:

N- eša NA-įtt og heldur kólnandi vešur.  Dįlķtil rigning noršan- og noršaustanlands, en slydda eša snjókoma til fjalla. Léttir til sunnanlands.

110922_1200.pngN og kannski frekar NV-įtt samkvęmt greiningarkortinu. Lķtilshįttar rigning a.m.k. sums stašar noršanlands.  Kólnaši einnig frį sķšasta degi og nęgjanlega til aš setja snjóföl einhvers stašar ķ fjöll.  Eins bjart sunnantil į landinu.  Įgęt spį og veršur vart nįkvęmari. 3 stig

 

 

 

 

 

 

 

 

Föstudagur 23. september:

Įfram śtlit fyrir N-įtt og žaš fremur hęga ef aš lķkum lętur.  Mögulega veršur vindur austanstęšur meš sušurströndinni samfara lęgšardragi fyrir sunnan eša sušvestan land og vęta syšst.  Annars śrkomulķtiš og jafnvel nokkuš bjart.  Fremur svalt ķ vešri.

110923_1200_1111761.pngVarla N-įtt, ķ žaš minnsta var hśn gengin nišur aš fullu. En vindurinn austanstęšur syšst eins og talaš var um og lęgš fyrir sunnan land.  Fór einnigaaš rigna sunnantil žegar leiš į daginn. Žokkalegasta spį žrįtt fyrir allt en greinilega er vešurlagiš aš taka žarna ašra stefnu.  2 stig.

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugardagur 24. september:

Ašgeršarlķtiš vešur viš landiš og hęgur vindur.  Enn veršur fremur svalt.  Eina helst slydduél aš skśrir meš noršur og austurströndinni.

110924_1200.pngEins langt frį žvķ aš segja aš vešur hafi veriš ašgeršarlķtiš į landinu į laugardag og hugsast getur. Heldur ekki hęgur vindur og žvķ sķšur svalt.  Hiti var žó nokkuš yfir mešallagi įrstķmans, sérstaklega noršan- og noršaustantil. Spįin var  ga-ga ķ oršsins fyllstu merkingu. 0 stig

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagur 25. september:

Lęgšagangur fyrir sunnan landiš sem hafa mun lķitš eša ašeins óbein įhrif hér į landi.  Viš veršum enn um sinn ķ fremur köldu lofti mišaš viš įrstķma og vindur hęglįtur.  Vķšast nokkuš bjart vešur.

110925_1200.pngSama žvęlan hér fyrir sunnudag, en žaš eina sem heimfęra mį viš vešur dagsins er lęgšagangur fyrir sunnan land.  En hann žó meš veruleg įhrif, en ekki óbein eins og talaš var um. Ekki kalt, heldur milt og heldur ekki bjart vešur, vķšast nokkuš skżjaš.  0 stig, žrįtt fyrir tal um lęgš fyrir sunnan land.

 

 

 

 

 

 

 

Mįnudagur 26. september:

Ķ lok helgarinnar eša lķklegast į mįnudag gęti vaxiš lęgš upp śr fremur köldu lofti fyrir vestan landiš og hśn borist sķšan hratt austur yfir landiš og dżpkaš um leiš. Śrkoma og nokkur vindur af sušri eša sušvestri um tima. 

110926_1200_1111765.png

Ekki kalt loft fyrir vestan landiš og žašan af sķšur lęgš į hrašri leiš yfir landiš.  Lęgšin sem sjį mį į kortinu er sś sama og hér var į laugardag og sunnudag, en oršin heldur grunn. Ein sem stemmir er žetta meš śrkomuna og vindįttina sem gengur upp.  Spįin nęr žvķ 1 stigi

 

 

 

 

 

Nišurstaša:

8 stig nįst og fįst žau nęr öll fyrri žrjį dagana.  Greinilegt er aš óvissužrösköldur hefur veriš ķ langtķmaspįnni fyrir föstudaginn 23. sept, žann dag sem hśn var gerš. Eftir žaš reyndist spįgetan vera harla lķtil eša engin.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband