Selta ķ lofti viš S-Gręnland

Sżni hér athyglisverša tunglmynd frį žvķ fyrr ķ dag (MODIS 14. okt kl. 15:35) af syšsta hluta Gręnlands.  Žarna var nįnast heišrķkt ķ dag, en žaš sem ekki sést į myndinni er sį hvassi vindur sem žvingašur var fram af Gręnlandsjökli, yfir strandhérušin og įfram śt į haf.

 MODIS_14.okt2011_15:45.pngBeinum sjónum okkar einmitt śt į haf og žar mį sjį meš sušvesturströnd Gręnlands talsverša mósku ķ lofti sem glampar jafnframt nokkuš į.  Loftiš er greinilega ekki tęrt, en hvaš getur heimskautaloft ęttaš ofan af jökli innihaldiš af smįögnum ?  Ķ sjįlfu sér er žaš alveg eins tęrt og hugsast getur, en žegar žaš berst yfir sjóinn žyrlast inn upp ķ hvössum vindinum meš lķkum hętti og mį stundum sjį śti į Hvalfirši ķ hvössum landvindi. Nema žarna gerist žetta į miklu stęrri kvarša ef svo mį segja.  Žaš er ekki sjįvarlöšur sem kemur ķ ljós heldur smįgeršar saltagnir sem eftir veršur ķ loftinu žegar löšriš gufar upp. 

Ef įfram er skošaš og umhverfiš kannaš kemur ķ ljós į lęgšin sś sem er į Gręnlandshafi sś hin sama og veriš hefur aš hrella okkur hér sunnanlands meš S-vindi og rigningarhryšjum, aš hśn veldur lķka heilmiklum stormi śti fyrir sušvestanvert Gręnland og eins sušur af Hvarfi.  Spįkort Belgings frį ķ dag sżnir vindafariš glöggt.  Kl. 15 blés į allstóru svęši žar sem vešurhęšin var um og yfir 25 m/s. Žetta er rauši flekkurinn į kortinu. 

En ekki nóg meš žaš heldur er uppruni loftsins ofan af Gręnlandi af verulegu leyti.  Žaš er mikilvęgt ķ žessu sambandi, žvķ žaš gerir žaš aš verkum aš rakastig žess er lįgt.  Ķ Narsassuaq kl.18. Var hitinn +2°C en daggarmarki ekki nema -18°C.  Žżšir aš loftiš er sérlega žurrt og reiknaš rakastig žvķ ekki nema 33%.

Žegar žetta žurra loft rķfur upp sjįvarlöšur ķ storminum gufar sjórinn jafnharšan upp og saltiš situr eftir og myndar žessa mósku sem sjį mį meš berum augum utan śr geimnum.  Bęši žarf loft aš vera žurrt svo žetta gerist ķ einhverjum męli og vindur yfir 20 m/s, helst ekki minni 22-23 m/s.  Žį veršur saltflęšiš śr sjónum til lofthjśps grķšarlegt į tiltölulega skömmum tķma.   Viš sjįum tauma žvert į vindįttina hornrétt į ströndina.  Greini ekki hér og nś hvaš žarna getur veriš nįkvęmlega į feršinni. Žessir taumar viršast liggja ofan lįga seltumetta loftlagsins.  Röndin e.t.v. žéttari "saltreykur" undir betur blöndušu skżinu. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ašalsteinn Agnarsson

Flottur!

Ašalsteinn Agnarsson, 15.10.2011 kl. 00:52

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (14.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 64
  • Frį upphafi: 1786813

Annaš

  • Innlit ķ dag: 8
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir ķ dag: 8
  • IP-tölur ķ dag: 8

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband