Morgunmynd úr Mýrdalnum

 sandstormur-1_Þórir_Kjartansson_18okt_2011.jpg

Þórir Kjartansson í Vík sendi mér þessa mynd sem tekin var að á þriðjudagsmorgunn (18. okt).  Við sjáum mikinn sandmökk sem rís hátt frá jörðu.  Vík er er forgrunni og það ber í Hjörleifshöfða í austri. Þórir segir að Hjörleifshöfðinn hefði horfið hvað eftir annað þegar verst lét.

Þennan morgun var allhvasst af norðri.  Talsvert skjól þó undir fjöllunum við Vík, en austur á Mýrdalssandi var ekkert skjól að hafa og mælistöð Vegagerðarinnar mældi þetta 10-14 m/s.  Ekki var hvassara en það, en samt sem áður var sá vindur nægur til að lyfta sandmekki hátt í loft upp.

Leiða má af því líkur að mest af þessu efni sé komið úr farvegi Múlakvíslar eftir jökulhlaupið í sumar sem tók af brúna. Eða eins og Þórir getur réttilegar "..bróðurhlutinn í þessu hafi verið úr þessum jökulleir sem kom með flóðinu. Það er ótrúlegt hvað situr eftir af þessu á stöðum þar sem sem flóðið lónaði uppi."

Það er trúlegt að þessi fíni jökulleir verði á ferðinni næstu árin þegar þurrir vindar blása.  Fyrir Mýrdælinga er jafn heppilegt að slíkt gersit oftast í N- eða NA-átt og sandinn ber þá á haf út.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1786602

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband