Þó vefmyndavélar Vegagerðarinnar séu afar góðar til síns brúks eru myndgæðin oftast eins og búast má við. Maður sér einfaldlega það sem linsan í staurnum fangar hverju sinni. Stundum er myndin yfirlýst á móti sólarljósinu og í annan tíma markar vart fyrir umhverfinu þó full dagsbirta sé.
En það kemur líka einstaka sinnum fyrir að það koma myndir úr þessum tækjum á vefnum sem halda mætti að teknar hafi verið af góðum ljósmyndara með næmi fyrir samspili ljósi og skugga og andstæðum lita í umhverfinu.
Þessi mynd hér til hliðar ofan af Hellisheiði nærri sólarhádegi í dag er einmitt af þeim toga að mínu mati.
Flokkur: Fallegar myndir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 1788777
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 18:43
Birtan er oft myndræn í útsynningséljagangi.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.11.2011 kl. 18:49
Hvernig væri að koma af stað ljósmyndasamkeppni vegamyndavéla?
Jón Atli (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 12:52
Ljósmyndasamkeppni vegamyndavéla er góð hugmynd. Gæti líka vera ljósmyndasamkeppni vefmyndavéla almennt. T.d. eru oft fínar myndir af vefmyndavélum Mílu að ógleymdri vefmyndavél Veðurstofunnar við Bústaðaveg.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.11.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.