yr.no og Storm í Noregi - spár út og suður

Ég heyrði í Guðna Ölverssyni í þættinum Samfélagið í Nærmynd á Rás 1 í dag.  Guðni býr í Noregi og segir fréttir þaðan með sínu "nefi" eins og sagt er.  Hann gerði m.a. að umtalsefni umfjöllun í þarlendum fréttamiðlum á mun sem notendur tóku eftir á spám annars vegar frá yr.no sem framleiddar eru af Norsku Veðurstofunni.  Hins vegar hjá þeirri einkareknu í Bergen Storm Weather, en Storm sér flestum blöðum og sjónvarpsstöðum öðrum en NRK fyrir veðurspám.

Málið snerist um langtímaspá sem gefin var út fyrr í vikunni fyrir Bergen.  Um var að ræða hitaspá 12. desember nk.  (mér sýnist það hafi við útgáfu verið 9 eða 10 daga spá).  yr.no spáði +5°C á meðan Storm var með -13°C.  Þetta er munur upp á 18 stig ! Ég veit að veðurfræðingur kemur ekki nálægt og engar leiðréttingar eru gerðar í átt til eðlilegar skynsemi eða samfellu í sjálfri spánni frá degi til dags. 

vaerkollage.jpgÍ umfjöllun Bergens Tidende (hér á bt.no. Myndin hér til hliðar er þaðan) segir að þetta komi oft og iðulega fyrir að munur á spám frá þessum helstu miðlurum sé oft á tíðum mjög áberandi og jafnvel sláandi og það jafnvel þó upplýsingarnar séu fengnar úr sömu átt.  Þó það komi ekki fram sýnist mér spábrunnurinn vera ECMWF í Englandi.  Hinn sem kæmi til greina væri GFS í Bandaríkjunum (RÚV notast við ECMWF, en Stöð 2 við GFS í sínum veðurkortum). 

Talsmaður Storm útskýrir þeirra aðferð og bendir á að að langtímaspár séu óvissar ónákvæmi mikil og öll sú rulla. Tekur hann fram að spárnar geti breyst mikið með hverri keyrslu.  Ekkert bendir til að Kalmansían, sem stundum hefur gert garðinn frægan hér á landi, sé þarna að verki.  Kemur þó ekki fram og ég veit svo sem ekkert um það.

En það er svarið hjá yr.no sem vekur meiri athygli mína. Þar kemur fram að spáin sé byggð á meðaltali 50 keyrslna.  Klasaspá ECMWF samanstendur einmitt af 50 hliðstæðum keyrslum í líkansins sem notaðar eru einkum til að leggja mat á óvissu og breytileika.  Fyrirfram hefði ég alls ekki trúað að meðalgildið væri nokkurs staðar notað sem "spáin".  Aðalkeyrslan í hvert sinni er ævinlega  "best búni bíllinn" á allan hátt í þessari keyrsluflóru, þ.e. þéttasta reikninetið, mest lagt upp úr upphafsástandi o.s.frv.   Ég útskýri muninn á þessu tvennu betur í síðustu færslu 6-11 daga spáa hér.

Sé þetta aðferðin hjá yr.no fyrir allar langtímaspár, líka hér á landi fer ég að skilja betur af hverju þær hafa sérstaka tilheigingu til að jafna út sveiflur, m.a.  í hita og vindi eftir því sem á spátímann líður.   Sér kannski ekki staða fyrstu þrjá til fjóra daganna, en frekar eftir það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta, Einar. Ég fylgist að gamni mínum með yr.no spánum fyrir nokkra staði hér á Íslandi og það hefur vakið athygli mína hversu vægilega stofan spáir fyrir um vindstyrk hér á landi. Mjög sjaldgæft er að spáð sé vindi yfir 6 m/s, sem kemur okkur ansi spánskt fyrir sjónir, sem getum fylgst með mælingum í rauntíma. Að öðru leyti finnst manni spár yr.no ansi mikið ónákvæmari og óábyggilegri en spár sem gerðar eru hér á landi.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788795

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband