Snjór og ís, staðan nú

Fylgst er náið með ísnum eins og flestir lesendur hér vita vel.  En líka er fylgst með snjóhulu og snjódýpt.  Snævi þakin jörð hefur verulega að segja fyrir geislunarbúskap yfirborðsins og orkuskiptin á milli lands og lofts ef svo mætti segja.

reursnow_13dec2011.gifKortið sem hér fylgir er það nýjasta af þýska vef Wetterzentrale.de.  Það er fengið úr stóra veðurspálíkaninu vestur í Bandaríkjunum og sú greining er notuð til að stilla af mikilvæga þætti í hita- og orkuskiptum spálíkansins.  Snjó- og ískortið er bæði byggt á mælingum og fjarkönnun.

Við sjáum að  afar lítill snjór er á meginlandi Evrópu og í Ölpunum meira segja glittir nær eingöngu í jöklana. Þetta ásand er frekar óvenjulegt.  Meira er um snjó í Skandinavíu og Svíþjóðarmeginn aðallega norðan Stokkhólms. 

Hvað ísinn varðar og ísjaðarinn er kotið heldur ekki nákvæmt, en með því að skoða þessi kort á um vikufresti sjást breytingarnar vel á á t.d. snjóhulunni sem annars er mjög breytileg hvað verðar veðri og vindum. l á útbreiðslu hafíss

Þessi kort eru ekki sérlega nákvæm þegar sést í skellurnar á Suður- og Vesturganandi þar sem við vitum að er snjór.  Að vísu alveg nýlegur. 

Hudsonflóa er að leggja eins og sjá má og er það nokkru  seinna en í meðallagi sem er ef ég man rétt um 20. nóv.  Mun meiri ís var við Svalbarða um þetta leyti í fyrra og eins hér nokkurn spöl norður og noðrvestur  af landinu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er athyglisvert.

Það virðist vera að við séum búin að fá það verðurkerfi sem ríkir venjulega í Rússlandi og Finnlandi á þessum árstíma.

Mér skilst að það sé óvenjulega hlýtt í báðum þessum löndum miðað við árstíma og svo var víst líka síðasta vetur.

Annað sem ég hef tekið með veðráttuna hér á landi er að veðurkerfin vara lengur við. 
T.d. hefur núverandi veðurkerfi ríkt í hátt í 4 vikur, en það byrjaði að kólna kringum 20 nóv sl. er skipit úr langvarandi hlýju verðurkerfi í núverandi kalda veðurkerfi.

Björn H. Hauksson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 11:06

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Langviðri er nú gamalkunngt fyrirbæri á Íslandi. Hefur stundum varað mánuðum saman. Hlýindakaflinn í nóvember var svo ekkert óskaplega langur. Oft verið lengri kaflar. Stundum heilu veturnir út í gegn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2011 kl. 12:02

3 identicon

Sigurður Þór Guðjónsson,

Hvenær var þetta?   Á árunum fyrir 1950?

Ég man ekki eftir svona langviðraköflum þó að ég sé fæddur um og upp úr miðja síðustu öld.

Man frekar eftir veðurköflum sem héldust í nokkra daga og þá mesta lagi í eina viku.  Þess vegna var talað um að veðrið á Íslandi væri síbreytilegt. 

Hver man ekki eftir brandaranum um sem sagður var við útlendinga sem hingað komu og líkaði ekki veðrið en brandarinn hljómaði svona; "If you don´t like the weather, just wait 15 minutes".

Björn H. Hauksson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 1786635

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband