27.1.2012
Leysingin um helgina
Ekki er hęgt aš segja annaš en aš leysingin um helgina verši įkvešin ofan ķ allan žann snjó sem fyrir er. Žaš fer saman hvassvišri, 5 til 7 stiga hiti og talsverš rigning sunnanlands og vestan ķ meira en sólarhring į morgun og fram į sunnudag.
Snjórinn er vitanlega feykilega mikill sušvestanlands og megniš af honum er nżlegur og hann er žvķ aušleystur. Undir er klaki, en žó ekki žar sem vel hafši veriš hreinsaš ķ sķšasta blota. Žaš losnar um snjóinn, hann blotnar sķšar ķ dag žegar skil lęgšar gangi yfir. Upp śr mišjum degi į morgun byrjar vatnselgurinn fyrir alvöru žegar tekur aš rigna samfellt aftur um sunnan- og vestanvert landiš meš vindi og hlżindum.
Ferliš veršur aš öllum lķkindum ķ stórum drįttum žetta:
Mildara loft kemur śr sušri og sušvestri ķ dag. Śrkoma fellur į lįglendi snjór til aš byrja meš og sķšan slydda, en rigning ķ restina, en skilin fara yfir landiš ķ kvöld. Žaš kólnar ekki į eftir žessum skilum. Öšru nęr žvķ lęgšabylgja langt suš-suš-vestan śr höfum nįlgast ķ kjölfariš og er henni spįš hér fyrir vestan landiš.
Frostmarkshęšin hękkar og nęr 1.500-2.000 metra hęš um hįdegi į morgun žegar nokkurs konar hitaskil fara yfir og til noršurs. Eftir žaš SSA-įtt į landinu, um žaš bil 15-18 m/s sušvestanlands, en sums stašar stormstyrkur, um vestanvert landiš, allt fram į mišjan dag į sunnudag.
Lęgšabylgjan hér sušvesturundan beinir śrkomusvęšum yfir landiš og śrkomuįkefšin eykst annaš kvöld og sérstaklega snemma į sunnudag, įšur en kuldaskil žessa kerfis fara austur yfir landiš um mišjan sunnudag aš telja. Žį kólnar hratt aftur nišur undir frostmark og leysingunni lżkur žar meš.
Į einum sólarhring, frį hįdegi į morgun og til hįdegis į sunnudag mį gera rįš yfir umtalsveršri rigningu. Ég er aš giska į aš hśn gęti oršiš 20-25 mm ķ Reykjavķk og stašbundiš mun meiri sunnan og vestanlands, allt aš 40-70 mm eins og viš Hengil og į Blįfjallasvęšinu, eins į Snęfellsnesi og sunnanveršum Vestfjöršum žar sem śrkoma męlist oft mikil ķ vešurašstęšum eins og žessum.
Hér fylgja tvö spįkort frį HIRLAM af Brunni Vešurstofunnar. Keyrsla frį kl. 06 ķ morgun og fyrra kortiš sżnir žrżsting, vind og 3 klst śrkomu į morgun laugardag kl. 15. Viš sjįum lęgšabylgjuna sem er vaxandi og sunnan strauminn meš mildu og rigningarsömu lofti. Seinna kortiš gildir kl. 12 į sunnudag ķ žann mund sem kuldaskil lęgšarinnar (mišjan žį kominn upp undir Gręnlandsströnd) eru komast inn į vestanvert landiš.
Flokkur: Vķsindi og fręši | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frį upphafi: 1788783
Annaš
- Innlit ķ dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir ķ dag: 2
- IP-tölur ķ dag: 2
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Sęll Einar og takk fyrir upplżsandi vefskrif. Kķki hér reglulega enda vešurnörd eins og margir ķslendingar. Ölfusį rennur hér viš eldhśsgluggann hjį mér, teluršu aš lķkur séu į miklum vatnavöxtum ķ įnni?
Erling Mangśsson (IP-tala skrįš) 27.1.2012 kl. 13:01
Ég ętla aš flota nśna žegar fer aš blota.
Erling, hvaš segiršu rennur Ölfusį viš eldhśsgluggan? Erum viš aš tala um aš žś sótt vatn ķ ketilinn śt um eldhśsgluggan eša hvaš?
Krķmer (IP-tala skrįš) 27.1.2012 kl. 16:49
Sķšan viršist ętla ganga ķ fķnar hlįkur ķ nęstu viku og nęr linnulaust samkvęmt gfs spįnni. žį gętu oršiš hressilegir vatnavextir vķša.
http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html
Valur Noršdahl (IP-tala skrįš) 27.1.2012 kl. 18:16
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.