NAO í Landanum

screen_shot_2012-01-30_at_10_54_05_pm.pngKom mér nokkuð á óvart í dag þau viðbrögð sem ég fékk á þann hluta sjónvarpsþáttarins Landans sem sýndur var í gærkvöldi á RÚV. Þar  gerði ég tilraun til að útskýra tíðarfarið og Norður Atlantshafssveifluna (NAO) það sem af er vetrarins. 

Hafði líka gaman af því að taka þátt í gerð efnis um veður þar sem hefðbundin tölvugrafík var hvíld og notast við óhefðbundnar og dálítið "gamaldags" leiðir til miðlunar.  Snjókúlan eða hálfhnötturinn sem Úlfur Grönvold grafíkmeistari og æskufélagi minn átti heiðurinn af er nú vísast með öllu horfinn eftir leysinguna síðustu dægur  í bakgarði Efstaleitisins.

Hér er tengill á þennan hluta Landans og önnur hér á þann hluta sem sýndi öðlinginn og sannkallaðan "snjóathugnarmann" Íslands Odd Pétusson ásamt Erni Ingólfssyni að störfum í snjógryfju ofan Skutulsfjaðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þá engin 'hnatthlýnun' á Íslandi í ár Einar?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 1786849

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband