MODIS mynd 15. mars 2012

MODIS_Aqua_15_03_1355.png

Var spenntur að skoða MODIS mynd í dag loksins þegar birti upp sunnan- og suðvestanlands.  Upplausn myndarinnar (Aqua) er 250 metrar.  Slýjaslæða var yfir austan- og norðanverðu landinu kl. 13:55 þegar myndin var tekin og ég klippti því út hluta landsins. Vitanlega er snjór í fjöllum og sums staðar mikil snjór þó svo að myndin sýni það ekki greinilega.  Það eru mjög skörp skil suðvestanlands í 150-200 metra hæð.  Neðan hennar er jörð nánast alauð en alhvítt þar fyrir ofan.  

Þingvallavatna er íslaust.  Ég held alveg örugglega að það hafi ekki náð að leggja þennan veturinn og heyrir slík til undantekninga, þó svo að undanfarna vetur sé það tíðara en áður var.  Vöntun á froststillum í vetur veldur þessu.  Vatnið var orðið nægjanlega kalt til að leggja fljótlega í desember  enda kalt þá, en eilífur vindbelgingur. En eftir það hefur skort upp á að vatnið hafi náð að kyrrast samfara 10-15 stiga kulda í tvo til þrjá sólarhringa.  En vatnið gæti svo sem lagt enn, ekkert er útilokað í þeim efnum.

Norðan Þingvallvatns er Reyðarvatn við Uxahryggjaleið. Það vottar ekki fyrir því á mynd dagsins.  Það er greinilega ísilagt og þakið snjó.  Sama með Hvalvatn en bæði þessi stöðuvötn eru í rúmlega 300 metra hæð.  Vestar glittir heldur alls  ekki í Hítarvatn og þá ekki Langavatn  á meðan Hlíðarvatn og Oddastaðavatn í Hnappadal kom fram sem tvö "augu" í umhverfi þeirra. Haukadalsvatn í Dölum er síðan að hálfu á ís ef ég greini þetta rétt. 

Allar líkur eru á að það kólni um helgina og nokkurt frost verði aðfaranótt sunnudags .  Fróðlegt verður að fylgjast með þessum sömu vötnum á sunnudag, verði MODIS myndirnar skýrar, þ.e. léttskýjað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1786602

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband