22.7.2012
Af seigu loftþrýstingsmeti
Loftvogin á Stórhöfða í kvöld (22. júlí) sýndi 972,8 hPa. Það er nýtt met fyrir júlímánuð á Íslandi. Þetta er eitt af hinum seigu veðurmetum sem eru meira en 100 ára gömul. Eins og áður hefur komið fram er hið eldra frá 1901, 974,1 hPa í Stykkishólmi.
Í þessum samanburði er eingöngu horft til þeirra veðurstöðva sem búa yfir kvikasilfursloftvog af gömlu gerðinni. Eyrarbakki er ein þeirra og þar mældust 974,0 hPa nú kl. 21. Það er ekki það að rafrænir loftvogarnemar á sjálfvirkum stöðum eru mjög góðir séu þér rétt stilltir í upphafi. En til að gæta sanngirni við samanburðinn við 1901 verður að styðjast við gömlu traustu mælitækin.
Hér er tafla yfir allra mælingar í júlí undir 980 hPa fengin frá Trausta Jónssyni. Sjá má að 11. júlí 1912 er getið um 975,0 hPa í Reykjavík. Í kvöld var þrýstingurinn lægri þannig að það stöðvarmet Reykjavíkur er líka fallið.
Loftvogin á eftir á verða heldur fallandi í nótt sýnist mér og eftilæt ég Veðurstofunni um það að skrá endanlega tölu á morgun. Á Stórhöfða verður að gera vindleiðréttingu til dálítillar hækkunar. Hún verður líkast til afar lítil nú þegar vindur er að detta alveg niður.
Af seigum metum má lesa í skrá Sigurðar Þórs hér.(Opna skrá neðst í textanum) Mörg eru þó háþrýstingsmánaðarmetin sem enn standa frá 19. öldinni sérstaklega mánaðar loftþrýstingsmetin. Einnig má sjá seig met kulda frá þessum löngu liðnum árum sem líkast til verða seint slegin. Úrkomu- og vindametin eru hins vegar flest nýrri af nálinni. Mat á þurrðum einstakra mánaða flokkast hins vegar sum hver sem seig met og orðin heldur gömul.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1788776
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm...........þarf vindleiðréttingu í blíðskaparveðri
Pálmi Freyr Óskarsson, 23.7.2012 kl. 00:37
Mér sýnist að í Vestmannaeyjabæ hafi loftþrýsingur verið aðeins hærri en á Stórhöfða (973.0 á móti 972.4 kl. 22) og munurinn er þá vindleiðréttingin.
Hinsvegar er loftþrýstingur í Surtsey lægri en í Vestmannaeyjabæ eða 972.8 svo spurning hvort metið hafi ekki verið fellt í Surtsey, sem var ekki til þegar gamla metið í Stykkishólmi átti sér stað....Þetta er svo allt með eðlilegum fyrirvörum um tækjakost þá og nú.
halldór björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.